Karl biskup kemur í heimsókn og prédikar
Sunnudaginn 8. september verður messa kl. 14 og kemur Karl biskup Sigurbjörnsson að prédika. Tilefnið er að þessa helgi er árgangsmót fermingarárgangsins í Skálholti og munu þau taka þátt í messunni. Með Karli verður eiginkona hans frú Kristín Guðjónsdóttir. Eru Eyjamenn hvattir til góðrar þátttöku enda vill Karl biskup hitta sem flesta Eyjamenn þessa helgi [...]