Átjándi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð, 29. september verður gleðiríkur í Landakirkju jafnt eins og aðrir sunnudagar.

Dagurinn hefst með barnaguðsþjónustu kl. 11.00 þar sem fermingabörn stíga á stokk með brúðuleikrit ásamt því að söngurinn fær að óma. Biblíusagan verður á sínum stað og barnafræðarar bregða á leik.

Kl. 14:00 verður svo messað í Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn Jónsson þjónar fyrir altari og mun Kór Landakirkju sjá um sálmasöng undir dyggri stjórn Kitty Kovács organista og kórstjóra.

Að messu lokinni heldur hinn fríði hópur á Hraunbúðir en kl.15:25 verður guðsþjónusta fyrir heldra fólkið.

Kl. 20:00 ætla svo unglingarnir í Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum að hittast á æskulýðsfundi. Stjórn helgistundar er í höndum Gísla Stefánssonar æskulýðsfulltrúa.