Kirkjustarf fatlaðra er kirkjulegt starf fyrir einstaklinga með fötlun. Það byggist uppá helgi- og samverustundum

Starfað er annan hvern mánudag samkvæmt vetrardagskrá frá septemberbyrjun og til aprílloka. Á hverri aðventu, fyrsta mánudag í desember sýnir Kirkjustarf fatlaðra helgileik um fæðingu frelsarans.

Leiðtogar starfsins eru Gísli Stefánsson og sr. Guðmundur Örn Jónsson.