Forsíða2022-04-11T14:42:37+00:00

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa á sunnudag

Sunnudaginn 20. nóvember er minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Af því tilefni verður Guðsþjónusta dagsins í Landakirkju helguð þessu málefni. Fólk er hvatt til að leiða hugann að fórnfúsu og óeigingjörnu starfi viðbragðsaðila og þeirri ábyrgð sem við öll berum í umferðinni. Beðið verður sérstaklega fyrir fórnarlömbum umferðarslysa og við munum hlusta á frásögn fulltrúa viðbragðsaðila [...]

18. nóvember 2022|

Allra heilagra messa á sunnudag

Næstkomandi sunnudag 6. nóvember er allra heilagra messa. Á þeim degi minnumst við látinna ástvina og því má segja að þetta sé dagur syrgjenda í kirkjunni. Þeir sem misst hafa ástvin á árinu eru sérstaklega velkomnir til messu núna á sunnudag. Nöfn þeirra sem látist hafa frá síðustu allra heilagra messu verða lesin og kveikt [...]

3. nóvember 2022|

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í dag

Í dag, miðvikudaginn 2.nóvember, munu fermingarbörn ganga í hús hér í Eyjum kl. 17.00-19.00, og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Krakkarnir hafa fengið fræðslu um hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og fengið að kynnast aðstæðum sem fólkið í Eþíópíu býr við.  Með þessu verkefni erum við minnt á sameiginlega ábyrgð allra á því [...]

2. nóvember 2022|

Bleik messa á sunnudaginn

Öll þekkjum við einhverja sem hafa þurft að takast á við krabbamein, ef við höfum ekki sjálf þurft að glíma við það. Sunnudaginn 23.október verður "bleik messa" í Landakirkju kl. 13.00. Félagar úr Krabbavörn í Vestmannaeyjum munu taka virkan þátt í messunni, kynna starfið og segja frá hinum ýmsu hliðum Krabbavarnar ásamt því að við [...]

20. október 2022|
  • Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur
  • Sr. Viðar Stefánsson, prestur
  • Halldór Hallgrímsson, staðarhaldari og kirkjugarðsvörður
  • Kitty Kovács, organisti og kórstjóri
  • Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi

 Símanúmer og netföng

Viðtalstímar og vaktsími

Viðtalstímar presta eru alla virka daga kl. 11-12.
Vaktsími presta alla daga er 488 1508 og staðarhaldara 690 3427.
Go to Top