Forsíða2023-01-13T09:11:04+00:00

Aðalsafnaðarfundur Landakirkju og Kirkjugarðs 19. febrúar

Sunnudaginn 19. febrúar 2023 verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að lokinni messunni sem hefst kl. 13.00. Dagskrá fundar: - Aðalfundarstörf skv. lögum og starfsreglum Þjóðkirkjunnar. Sóknarnefnd Landakirkju

30. janúar 2023|

Jólaball Landakirkju fimmtudag 29. desember

Landakirkja býður bæjarbúum á árlegt jólaball sitt fimmtudaginn 29. desember nk. kl. 16:00. Tríó Þóris Ólafssonar ásamt gestum leikur létt jólalög á meðan dansað er í kringum tréð í safnaðarheimilinu. Kvenfélag Landakirkju hellir upp á og býður ungum sem öldum upp á létt góðgæti.

28. desember 2022|

Dagskrá Landakirkju á jólum

Jólin verða með hefðbundnu sniði í Landakirkju utan smávægilegra breytinga um áramót. Dagskráin hefst á aðfangadag með bænastund í kirkjugarðinum kl. 14:00, aftamsöngur er svo kl 18:oo og miðnæturmessa kl. 23:30. Lúðrasveitin blæs svo inn jólin á jóladag í Guðsþjónustu sem hefst kl. 14:00, Lúðrasveitin hefur leik kl. 13.30. Annan í jólum fer Hátíðarguðsþjónusta fram [...]

22. desember 2022|

Helgileikur 6. bekkjar á fjórða í aðventu

Við fögnum fjórða sunnudegi í aðventu í Landakirkju kl. 11:00 en þá mun 6. bekkur flytja okkur Helgileikinn um fæðingu frelsarans. Utanumhald og leikstjórn er í höndum kennara 6. bekkjar og tónlistarstjórn er í höndum Jarls Sigurgeirssonar. Þetta er eina guðsþjónusta dagsins. Næst verður messað á aðfangadag kl. 18:00 eins og endranær.

16. desember 2022|
  • Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur
  • Sr. Viðar Stefánsson, prestur
  • Halldór Hallgrímsson, staðarhaldari og kirkjugarðsvörður
  • Kitty Kovács, organisti og kórstjóri
  • Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi

 Símanúmer og netföng

Viðtalstímar og vaktsími

Viðtalstímar presta eru alla virka daga kl. 11-12.
Vaktsími presta alla daga er 488 1508 og staðarhaldara 690 3427.
Go to Top