Forsíða2023-01-13T09:11:04+00:00

Sorgarhópur Landakirkju hefur göngu sína á ný

Á morgun kl. 18:00 er opinn kynningarfundur í safnaðarheimilinu fyrir sorgarhóp sem verður næstu vikurnar. Vera Björk Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur og sr. Viðar Stefánsson munu leiða starf hópsins og verða einnig með fræðsluerindi um sorgina og hennar mörgu andlit. Allir eru velkomnir á kynningarfundinn, hver svo sem sorgin er eða hversu lengi hún hefur varið

21. febrúar 2023|

Aðalsafnaðarfundur Landakirkju og Kirkjugarðs 19. febrúar

Sunnudaginn 19. febrúar 2023 verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að lokinni messunni sem hefst kl. 13.00. Dagskrá fundar: - Aðalfundarstörf skv. lögum og starfsreglum Þjóðkirkjunnar. Sóknarnefnd Landakirkju

30. janúar 2023|

Jólaball Landakirkju fimmtudag 29. desember

Landakirkja býður bæjarbúum á árlegt jólaball sitt fimmtudaginn 29. desember nk. kl. 16:00. Tríó Þóris Ólafssonar ásamt gestum leikur létt jólalög á meðan dansað er í kringum tréð í safnaðarheimilinu. Kvenfélag Landakirkju hellir upp á og býður ungum sem öldum upp á létt góðgæti.

28. desember 2022|

Dagskrá Landakirkju á jólum

Jólin verða með hefðbundnu sniði í Landakirkju utan smávægilegra breytinga um áramót. Dagskráin hefst á aðfangadag með bænastund í kirkjugarðinum kl. 14:00, aftamsöngur er svo kl 18:oo og miðnæturmessa kl. 23:30. Lúðrasveitin blæs svo inn jólin á jóladag í Guðsþjónustu sem hefst kl. 14:00, Lúðrasveitin hefur leik kl. 13.30. Annan í jólum fer Hátíðarguðsþjónusta fram [...]

22. desember 2022|
  • Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur
  • Sr. Viðar Stefánsson, prestur
  • Halldór Hallgrímsson, staðarhaldari og kirkjugarðsvörður
  • Kitty Kovács, organisti og kórstjóri
  • Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi

 Símanúmer og netföng

Viðtalstímar og vaktsími

Viðtalstímar presta eru alla virka daga kl. 11-12.
Vaktsími presta alla daga er 488 1508 og staðarhaldara 690 3427.
Go to Top