Myndasýning frá minningarstund um eldmessu
Undir meðfylgjandi tengli er að finna myndasýninguna frá kynningu Arnars Sigurmundssonar mánudaginn 29. maí sl, annan í hvítasunnu. Þar fór Arnar yfir gostímann í Landakirkju og kirkjugarði Vestmannaeyja, eldmessuna og uppgröftinn að gosi loknu. Þetta var gert í samstarfi við Sagnheima og í tilefni af því að 50 ár eru frá upphafi og lokum eldgoss [...]
Dagskrá Landakirkju í myndum
Í dag var haldin athöfn í Landakirkju, kirkjugarðinum og safnaðarheimilinu í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins á Heimaey 1973. Flutt voru blessunarorð og tónlist auk þess var sýnd 10 mínútna upptaka Ríkisútvarpsins frá svokallaðri eldmessu Þorsteins Lúthers Jónssonar sóknarprests í Landakirkju að kvöldi 22. mars 1973. Að lokinni athöfn [...]
Landakirkja og eldgosið á Heimaey 1973
Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins á Heimaey 1973 verður haldin athöfn í Landakirkju, kirkjugarðinum og safnaðarheimilinu, annan í hvítasunnu, mánudaginn 29. maí nk. Athöfnin hefst kl. 13.00 í Landakirkju þar sem flutt verða blessunarorð og tónlist ásamt 10 mínútna upptöku Ríkisútvarpsins frá svokallaðri eldmessu Þorsteins Lúthers Jónssonar [...]
Kórinn eldri borgara og vöfflukaffi á uppstigningardag
Við tökum uppstigningardag snemma í Landakirkja á fimmtudaginn nk. 18. maí en dagurinn er einnig messudagur eldri borgara. Messa hefst kl. 11:00 og mun kór eldri borgara undir stjórn Lalla syngja undir messunni sem sr. Viðar leiðir. Að lokinni athöfn býður Kvenfélag Landakirkju til vöfflukaffis.
- Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur
- Sr. Viðar Stefánsson, prestur
- Halldór Hallgrímsson, staðarhaldari og kirkjugarðsvörður
- Kitty Kovács, organisti og kórstjóri
- Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi
Viðtalstímar og vaktsími
Vaktsími presta alla daga er 488 1508 og staðarhaldara 690 3427.