Á foreldramorgnum hittast foreldrar ungra barna og verðandi foreldrar í safnðarheimili kirkjunnar. Samveran er á miðvikudögum og hefst kl. 10. Þar gefst tækifæri til að spjalla, læra hvert af öðru og miðla reynslu.

Það þarf ekki að skrá sig og það er ekkert gjald, málið er einfaldlega að koma, láta sjá sig og sjá aðra og njóta léttra veitinga í þægilegu andrúmslofti með öðrum foreldrum.

Umsjón er í höndum Sunnu Gunnlaugsdóttur, úrvalskvenna úr Kvenfélagi Landakirkju og presta kirkjunnar.