Kvenfélag Landakirkju

//Kvenfélag Landakirkju
Kvenfélag Landakirkju2018-09-10T21:33:59+00:00

Kvenfélag Landakirkju var stofnað 16. desember 1941 og er því orðið rúmlega 70 ára.

Tilgangur félagsins var að hlúa að Landakirkju og styðja kirkjulegt starf. Landakirkja hefur fengið að njóta þess í gegnum árin og er hægt að taka til fjölmargar stórgjafir, s.s. sálmabækur og skrúða í kirkjuna, húsgögn og búnað í Safnaðarheimilið og margt fleira.

Kapella Sjúkrahússins, sjúkraþjálfar, heilbrigðisstofnunin og elliheimilið Hraunbúðir hafa einnig fengið að njóta góðs af störfum Kvenfélagsins. Félagið styrkir einnig einstaklinga vegna veikinda og annarra erfiðleika í aðstæðum fólks.

Aðaltekjur félagsins eru af sölu samúðarkorta en kvenfélagskonur hafa einnig annast þjónustu við erfidrykkjur í Safnaðarheimilinu og er það bæði mikilvæg tekjuöflun og vel þegin þjónusta við aðstandendur.

Samúðarkort er hægt að nálgast hjá eftirtöldum félagskonum svo og í blóma- og gjafavöruverslunum í Vestmannaeyjum eða með því að senda tölvupóst á minning@landakirkja.is

Marta Jónsdóttir, Helgafellsbraut 29, sími 4812192, 6619825

Svandís Sigurðardóttir, Strembugötu 25, sími 481 1215, 690 1215,

Einu sinni á vetri sjá kvenfélagskonur um spilakvöld, bingó og kaffi á Hraunbúðum í samvinnu við Kirkjukór Landakirkju. Á uppstigningardag, degi aldraðra í kirkjunni, bjóða þær eldri borgurum í kaffi í Safnaðarheimilinu eftir messu. Reglulegir fundir eru 2-3 á starfsárinu í félaginu.

Auk þessa lánar kvenfélagið út skírnarkjóla gegn vægu gjaldi, sér um fermingarkirtla fyrir fermingarbörnin, tekur þátt í sameiginlegri skemmtun með öðrum kvenfélögum í bænum, farnar eru ferðir innanlands og utan, ýmis námskeið haldin fyrir félagskonur og margt fleira sér og öðrum til upplyftingar.
Um fimmtíu konur eru í Kvenfélaginu. Konur sem áhuga hafa á að ganga til liðs við Kvenfélagið er bent á að hafa samband við einhvern úr stjórninni eða aðrar félagskonur. Tekið er vel á móti öllum sem leggja vilja þessu góða starfi lið, enda vinna margar hendur létt verk.

Finndu okkur líka á Facebook, Kvenfélag Landakirkju

Hafðu samband við okkur kvenfelag@landakirkja.is

Formaður Kvenfélagsins er Sólrún Helgadóttir

Stjórnin er þannig skipuð

  • Sólrún Helgadóttir, formaður
  • Laufey Sigurðardótti, varaformaður
  • Júlía Ólafsdóttir, ritari
  • Guðrún Sveinsdóttir, gjaldkeri
  • Marta Jónsdóttir, meðstjórnandi