Fréttir

Sr. Sunna Dóra leysir af fram að áramótum

Sr. Viðar Stefánsson hefur tekið sér barneignarleyfi út yfirstandandi ár og hefur því verið útveguð afleysing í Landakirkju þar til hann kemur úr fríinu. Sr. Sunna Dóra Möller hefur fengið það verkefni að leysa af og hlökkum við til að hafa hana með okkur í Landakirkju í haust og fram á vetur. Sunna Dóra er [...]

2024-08-14T13:00:32+00:00 14. ágúst 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sr. Sunna Dóra leysir af fram að áramótum

Kveðjumessa sr. Viðars – í bili

Á morgun, sunnudag fyrir þjóðhátíð verður guðsþjónusta í Stafkirkjunni en það er venjan helgina fyrir þjóðhátíð. Það verður síðasta sunnudagsmessa sr. Viðars áður en hann fer í sumarfrí og fæðingarorlof. Kemur hann aftur til starfa í janúar. Guðsþjónustan hefst kl. 11 og mun Kitty organisti sjá um tónlist og Kór Landakirkju leiðir almennan song. Sjáumst [...]

2024-07-27T12:24:05+00:00 27. júlí 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kveðjumessa sr. Viðars – í bili

Stórmerkilegir tónleikar í safnaðarheimilinu á fimmtudagskvöld

Þýska kammersveitin Kamel kemur fram í safnaðarheimili Landakirkju fimmtudaginn 25. júlí nk. kl. 20:00. Tónleikarnir eru liður tónleikaferðalagi sveitarinnar vítt og breytt en yfirskrift ferðarinnar er Fjötralaus (e. Boundless). Er það vísun í efni tónleikanna sem eru verk 20. aldar tónskáldanna Nikos Skalkottas, Dmitri Shostakovich, Jason Gotovac og Marijan Lipovsek og frelsandi kraft þeirra. Aðgangur [...]

2024-07-11T14:13:32+00:00 22. júlí 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Stórmerkilegir tónleikar í safnaðarheimilinu á fimmtudagskvöld

Tónleikar í safnaðarheimilinu 4. júní kl. 20

Annað kvöld kl. 20 verða haldnir tónleikar í safnaðarheimilinu. Þar sameina krafta sína Kitty Kovács sem leikur á píanó og Eszter Regös sem leikur á selló Kitty organista þekkja allir Eyjamenn en Kitty lærði hjá Eszter um nokkurt skeið og var síðar undirleikari hjá nemendum hennar. Þær ætla að leyfa okkur að njóta endurfunda þeirra [...]

2024-06-03T14:33:05+00:00 3. júní 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Tónleikar í safnaðarheimilinu 4. júní kl. 20

Mæðradagurinn í Landakirkju

Mæðradagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn í guðsþjónustu kl. 11. Undanfarin ár hefur mæðradagurinn verið messudagur Oddfellow-systra við góðan orðstír. Nú er ætlunin að útvíkka þennan dag enn meira og bjóða sérstaklega öllum kvenfélögum og öðrum kvennahópum, að sjálfsögðu fyrir utan allar mæður. Áfram munu Oddfeloow-systur þó sjá um ritningarlestra. Athöfnin verður hugljúf þar sem [...]

2024-05-10T11:46:00+00:00 10. maí 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Mæðradagurinn í Landakirkju

Messudagur eldri borgara á uppstigningardag

Að vanda er uppstigningardagur messudagur eldri borgara í kirkjum landsins og að því tilefni eru eldri borgarar sérstaklega velkomnir til Guðsþjónustunnar í Landakirkju þann dag. Fer hún fram á uppstigningardag fimmtudaginn 9. maí kl. 11:00. Sönghópur eldri borgara kemur fram og leiðir sönginn og sr. Guðmundur Örn leiðir messuna. Kvenfélag Landakirkju bíður svo til vöfflukaffis [...]

2024-05-07T14:37:15+00:00 7. maí 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messudagur eldri borgara á uppstigningardag

Vorhátíð Landakirkju á sunnudag

Árleg uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar, Vorhátíð Landakirkju fer fram á sunnudagsmorgun 5. maí nk. kl. 11:00. Um er að ræða fjölskyldumessu þar sem tónlistin veður fyrirferðamikil í bland við það fjör sem einkennir sunnudagaskólann. Að lokinni messunni verður boðið upp á grillaðar pylsur og prins.

2024-05-02T15:55:24+00:00 2. maí 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vorhátíð Landakirkju á sunnudag

Valdimar Briem-messa

Þriðja ferming vorsins er í dag og óskum við fermingarbörnunum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju <3 Á morgun verður sunnudagaskólinn á sínum stað en að honum loknum verður messa tileinkuð sálmaskáldinu sr. Valdimar Briem en sálmar hans eru t.d. ómissandi um jól og áramót (t.d. Nú árið er liðið & Í Betlehem er barn [...]

2024-04-20T10:06:45+00:00 20. apríl 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Valdimar Briem-messa

Helgihald dymbilviku og páska

Hér er að finna helgihald Landakirkju í dymbilviku og á páskum. Á skírdag er altarisgangan í hávegum höfð og altarið afskrýtt við lok messu sem tákn um niðurlægingu Krists. Þjáningin og píslarsagan er síðan þema föstudagslins langa. Lesarar héðan og þaðan koma að lestri píslarsögunnar. Páskadagsmorgun er síðan gleðimorgun í kirkjunni þar sem sigri upprisunnar [...]

2024-03-25T10:17:15+00:00 25. mars 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgihald dymbilviku og páska

Fjórhentir tónleikar í safnaðarheimilinu 27. mars

Þann 27. mars kl.19:30 munu Kitty Kovács og Guðný Charlotta flytja ljúfa tóna í Safnaðarheimili Landakirkju. Á efnisskránni verða eingöngu flutt verk fyrir fjórhent píanó og má þar nefna Fantasíuna í f moll eftir F. Schubert og Petite suite eftir Debussy. Aðgangseyrir: 2.000kr (ath það er engin posi á staðnum!)

2024-03-22T12:19:15+00:00 22. mars 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fjórhentir tónleikar í safnaðarheimilinu 27. mars

Öskumessa og aðalsafnaðarfundur á sunnudag

Þrátt fyrir að öskudagurinn hafi verið í gær munum við hefja föstuna með formlegum hætti í messu sunnudagsins. Um er að ræða öskumessu þar sem askan og merking hennar er í fyrrúmi. Kirkjugestum er boðið að fá öskukross á enni sem tákn iðrunar en einnig verður gengið til altaris. Að messu lokinni er aðalsafnaðarfundur í [...]

2024-02-15T14:11:30+00:00 15. febrúar 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Öskumessa og aðalsafnaðarfundur á sunnudag

Sr. Karl Sigurbjörnsson er látinn

Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup er látinn. Hann lést í fyrradag. Sr. Karl er Eyjamönnum kunnur en hann var vígður til þjónustu við Eyjamenn í gosinu og þjónaði Vestmannaeyingum árin 1973-1974. Þar á eftir var hann skipaður sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli þar sem hann þjónaði fram til ársins 1998 þegar hann var kjörinn biskup Íslands. Biskupstíð hans [...]

2024-02-14T10:23:42+00:00 14. febrúar 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sr. Karl Sigurbjörnsson er látinn

Skil á englateppum fyrir 16. febrúar

Í prjónamessu síðastliðinn sunnudag var vakin athygli á starfi Gleym mér ei-samtakanna, styrktarfélagi foreldra sem hafa misst fóstur eða barn í eða eftir fæðingu. Eitt af verkefnum félagsins er að útbúa hlýja og virðulega umgjörð þegar foreldrar þurfa að kveðja. Hluti af því eru svokölluð englateppi sem eru alltaf gefin tvö saman þar sem annað [...]

2024-02-07T13:32:18+00:00 7. febrúar 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Skil á englateppum fyrir 16. febrúar

Prjónamessa 4. febrúar

Í febrúar höfum við hrundið af stað verkefninu Fönký febrúar og af þeim sökum verður engin hefðbundin messa í febrúar heldur hver og ein með sitt þema. Fyrsta messan í því verkefni er á morgun, prjónamessa. Við munum prjóna til stuðnings Gleym mér ei, styrktarfélags sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Þetta verður hugljúf [...]

2024-02-03T10:18:42+00:00 3. febrúar 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Prjónamessa 4. febrúar

Aðalsafnaðarfundur Landakirkju og Kirkjugarðs Vestmannaeyja

Sunnudaginn 18. febrúar 2023 fer aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja fram í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að lokinni messunni sem hefst kl. 13.00. Dagskrá fundar: - Aðalfundarstörf skv. lögum og starfsreglum Þjóðkirkjunnar. Sóknarnefnd Landakirkju

2024-01-31T09:37:11+00:00 31. janúar 2024|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðalsafnaðarfundur Landakirkju og Kirkjugarðs Vestmannaeyja

Jólaball Landakirkju 29. des kl. 16

Kvenfélag Landakirkju heldur árlegt jólaball sitt í safnaðarheimili Landakirkju þann 29. desember kl. 16. Stórbandið heldur uppi fjörinu og kvenfélag Landakirkju býður upp á heitt súkkulaði og með’í í hléi. Heyrst hefur að jólasveinninn verði í næsta nágrenni og nokkuð líklegt að hann muni líta við. Sjáumst á morgun í safnaðarheimilinu.

2023-12-28T17:26:50+00:00 28. desember 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólaball Landakirkju 29. des kl. 16

Dagskrá Landakirkju yfir jól og áramót

Aðfangadagur Kl. 14. Bænastund í kirkjugarði Kl. 18. Aftansöngur Kl. 23:30. Miðnæturmessa Jóladagur Kl. 14 Hátíðarguðsþjónusta. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur jólalög fyrir guðsþjónustuna kl. 13:30 Annar í jólum Kl. 14 Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum Föstudagur 29. desember Kl. 16 Jólaball Landakirkju í safnaðarheimilinu Gamlársdagur Kl. 13 Áramótamessa. Sunnudagur 7. janúar Kl. 13 Þrettándamessa í Stafkirkjunni. Tríó Þóris [...]

2023-12-18T17:33:49+00:00 18. desember 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Landakirkju yfir jól og áramót

1. desember – Skráning í trúfélag

Á morgun er 1. desember. Það er svo sem ekki merkileg staðreynd í sjálfu sér en hún skiptir Landakirkju heilmiklu máli. Þann 1. desember ár hvert er nefnilega uppfærð skráning manna í trúfélög og ákvarðað samkvæmt því hvert sóknargjöld eiga að renna fyrir næsta ár. Allir borga sóknargjöld, sama þótt þeir standi utan trúfélaga en [...]

2023-11-30T11:59:02+00:00 30. nóvember 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við 1. desember – Skráning í trúfélag

Pakkajól í Eyjum

Nýtt verkefni hefur litið dagsins ljós á aðventunni núna í ár. Pakkajól í Eyjum er samvinnuverkefni foreldramorgna Landakirkju og Bókasafns Vestmannaeyja. Um er að ræða gjafasöfnun handa efnaminni börnum á aldrinum 0-18 ára. Er þetta tilvalið tækifæri til að láta gott af sér leiða í aðdraganda jóla því sannleikurinn er sá að jafnvel smáræði getur [...]

2023-11-24T11:12:46+00:00 24. nóvember 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Pakkajól í Eyjum

Við minnum á Styrktarsjóð Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjaðir að taka við umsóknum um aðstoð.  Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum. Slíkt hefur leitt til þess að þau sem eiga [...]

2023-11-21T08:26:20+00:00 21. nóvember 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Við minnum á Styrktarsjóð Landakirkju
Go to Top