Þrátt fyrir að öskudagurinn hafi verið í gær munum við hefja föstuna með formlegum hætti í messu sunnudagsins.

Um er að ræða öskumessu þar sem askan og merking hennar er í fyrrúmi. Kirkjugestum er boðið að fá öskukross á enni sem tákn iðrunar en einnig verður gengið til altaris.

Að messu lokinni er aðalsafnaðarfundur í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar verður farið yfir árið 2023 í tölum, orðum og myndum.

Sjáumst í kirkjunni okkar