Á morgun er 1. desember.

Það er svo sem ekki merkileg staðreynd í sjálfu sér en hún skiptir Landakirkju heilmiklu máli. Þann 1. desember ár hvert er nefnilega uppfærð skráning manna í trúfélög og ákvarðað samkvæmt því hvert sóknargjöld eiga að renna fyrir næsta ár. Allir borga sóknargjöld, sama þótt þeir standi utan trúfélaga en þá fer það beint í ríkissjóð.

Sóknargjöldin eru langstærsti tekjuliður Landakirkju og skiptir gífurlegu máli fyrir allt starf sem er unnið á vegum hennar. Sóknargjöldin fara t.d. í laun starfsfólks Landakirkju (nema prestana), viðhald kirkjunnar og allt hið kröftuga kirkjustarf sem við erum stolt af (æskulýðsstarfs, kórastarf o.s.frv..)

Sóknargjöldin fara ekki í; yfirstjórn kirkjunnar, Biskupsstofu, Háskóla Íslands (afnumið árið 2009) eða laun presta og biskupa.

Við í Landakirkju hvetjum alla til að athuga skráningu sína í dag og uppfæra ef þess er þörf á. Það skiptir okkur heilmiklu máli.

https://skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-og-lifsskodunarfelag