Í prjónamessu síðastliðinn sunnudag var vakin athygli á starfi Gleym mér ei-samtakanna, styrktarfélagi foreldra sem hafa misst fóstur eða barn í eða eftir fæðingu.
Eitt af verkefnum félagsins er að útbúa hlýja og virðulega umgjörð þegar foreldrar þurfa að kveðja. Hluti af því eru svokölluð englateppi sem eru alltaf gefin tvö saman þar sem annað er lagt í kistu fósturs eða barns og hitt fá foreldrarnir til minningar. Í prjónamessunni voru kirkjugestir einmitt hvattir til að prjóna slík englateppi og um leið að láta gott af sér leiða.
Síðar í febrúar munu prestar Landakirkju fara upp á land og afhenda þau teppi sem hafa safnast. Hægt er að skila teppunum í safnaðarheimilið fyrir 16. febrúar.
Hvetjum alla til að taka þátt í þessu verkefni sem skiptir svo marga máli.
Á meðfylgjandi slóð er uppskrift af englateppi
https://litliprins.is/products/gleym-mer-ei-englateppi