Mæðradagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn í guðsþjónustu kl. 11.

Undanfarin ár hefur mæðradagurinn verið messudagur Oddfellow-systra við góðan orðstír. Nú er ætlunin að útvíkka þennan dag enn meira og bjóða sérstaklega öllum kvenfélögum og öðrum kvennahópum, að sjálfsögðu fyrir utan allar mæður. Áfram munu Oddfeloow-systur þó sjá um ritningarlestra.

Athöfnin verður hugljúf þar sem sungnir verða sálmar eftir konur og glaðst yfir mæðrum þessa heims og gjöfum þeirra. Sr. Viðar mun þjóna og prédika og Kór Landakirkju leiðir söng undir stjórn Kitty.

Sjáumst á mæðradaginn í kirkjunni okkar.