Þriðja ferming vorsins er í dag og óskum við fermingarbörnunum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju <3

Á morgun verður sunnudagaskólinn á sínum stað en að honum loknum verður messa tileinkuð sálmaskáldinu sr. Valdimar Briem en sálmar hans eru t.d. ómissandi um jól og áramót (t.d. Nú árið er liðið & Í Betlehem er barn oss fætt).

Kór Stóra-Núpskirkju og Ólafsvallakirkju verður á ferðalagi hér í Eyjum um helgina og syngur messuna ásamt kór Landakirkju en sr. Valdimar þjónaði lengst í Stóra-Núpskirkju. Kórinn kemur jafnframt úr heimasveit sr. Viðars og er hugsunin sú að kór Landakirkju muni syngja Eyjamessu í uppsveitunum einhvern tímann á næstu misserum. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson prédikar.

Sjáumst á morgun í kirkjunni okkar