Kvenfélag Landakirkju heldur árlegt jólaball sitt í safnaðarheimili Landakirkju þann 29. desember kl. 16.

Stórbandið heldur uppi fjörinu og kvenfélag Landakirkju býður upp á heitt súkkulaði og með’í í hléi. Heyrst hefur að jólasveinninn verði í næsta nágrenni og nokkuð líklegt að hann muni líta við.

Sjáumst á morgun í safnaðarheimilinu.