Að vanda er uppstigningardagur messudagur eldri borgara í kirkjum landsins og að því tilefni eru eldri borgarar sérstaklega velkomnir til guðsþjónustunnar í Landakirkju þann dag. Fer hún fram á uppstigningardag fimmtudaginn 29. maí kl. 11:00. Sönghópur eldri borgara kemur fram og leiðir söng við dygga stjórn Lalla. Sr. Viðar þjónar og prédikar. Kvenfélag Landakirkju býður svo til vöfflukaffis að lokinni athöfn.
Allir velkomir eins og alltaf og þá sérstaklega eldri borgarar.