Guðsþjónusta verður haldin í Landakirkju nk. sunnudag 21. júlí kl 11:00. Verður þá Þorláksmessu að sumri minnst en hún er laugardaginn 20. júlí. Einnig verður vígslu Skálholtskirkju minnst en nú eru 50 ár liðin frá því að kirkjan var vígð. Kórinn verður undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar en hann leysir nú af organista safnaðarins Kitty Kovács sem er í sumarleyfi. Messunni verður einnig útvarpað á Útvarpi Vestmannaeyja FM 104.7 seinna um daginn. Messu gestum er svo boðið í kaffisopa að messu lokinni. Sr. Kristján Björnsson predikar.