Sunnudaginn 25. ágúst verður síðasta almenna guðsþjónustan á sumartíma kl. 11. Sunnudaginn 1. september verður fyrsta barnaguðsþjónustan kl. 11 og almenn guðsþjónusta kl. 14. Það er guðsþjónustan sem fermingarbörn vetrarins eru boðuð til með foreldrum sínum og eftir hana er fundur í safnaðarheimilinu um fermingarfræðsluna. Eftir það verður messað á þessum tímum að jafnaði, með barnaguðsþjónstu kl. 11 árdegis og messu eða guðsþjónustu kl. 14. Sunnudaginn 1. september hefst því hið þekkta og mikla vetrarstarf í Landakirkju með öllum þeim þáttum sem prýða gott safnaðarlíf.