Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, beitir sér fyrir söfnun í kirkjunni fyrir línuhraðli á Landsspítala-Háskólasjúkrahúsi og lýkur þessari söfnun í nóvember. Þegar hefur verið vakin athygli á því í Eyjum með göngu á Heimaklett, Eldfell og Helgafell í ágúst. Hægt er að leggja beint inná reikning sem auglýstur er á kirkjan.is en Landakirkja tekur einnig við framlögum og kemur þeim áfram. Ákveðið er að hafa það á hófsömum nótum. Munu framlög sem koma til kirkjunnar í baukinn í forkirkjunni og inná reikning Landakirkju í október renna óskipt til þessarar söfnunar Þjóðkirkjunnar. Reikningur Landakirkju er 1167-26-1780 og kt. 710169-0639. Nóg er að geta þess að um framlag er að ræða. Um næstu mánaðarmót verða svo sagðar fréttir af því hér á landakirkja.is hversu mikið berst eftir þessum leiðum.