Sunnudagaskólinn á siðbótardegi verður með hinu hefðbundnasta mót. Söngur, gleði og leikrit í höndum fermingarbarna kl. 11:00

Í messunni kl. 14:00 þjónar sr. Guðmundur Örn Jónsson fyrir altari, fermingabörn lesa úr Heilagri Ritningu og er messusöngur í höndum kórs Landakirkju undir dyggri stjórn Kitty Kováks. Þessi sunnudagur er sá síðasti í söfnun Landakirkju fyrir línuhraðli á LSH. Söfnunarbaukurinn er staðsettur í forkirkjunni

Athygli er vakin á því að enginn æskulýðsfundur er þessa helgina þar sem Æskulýðsfélagið er staðsett á landsmóti ÆSKÞ í Reykjanesbæ þessa helgina.