Fermingarfræðslan hófst með messu sl. sunnudag, 1. september og fundi eftir messu. Það er góður hópur sem er að hefja undirbúning að fermingu sinni í vor og áhuginn leynir sér ekki. Fyrstu tímarnir eru núna þessa viku, þriðjudaga kl. 12.25 og 13.25 og miðvikudaga kl. 14.25. Fermingarbörn velja að mæta í einn af þessum vikulegu tímum og mæta alltaf einu sinni í viku á þeim tíma sem hentar best. Strax núna sunnudaginn 8. september flytja fermingarbörn fyrsta brúðuleikrit í sunnudagaskólanum og svo kemur að því að þau fyrstu lesa úr Ritningunni við messu.

Svolítill misskilningur kom upp í sambandi verð á fræðslubókinni, Con Dios. Prestarnir sögðu að hún myndi kosta um 2.500,- kr. en svo höfðu um fimmtán bækur óvart verið seld á nærri fjögur þúsund í Eymundsson. Við nánari athugun reyndist verðmerking vitlaus. Hún kostar liðlega 2.600,- kr. og eru þeir sem keyptu á hærra verðinu beðnir að koma aftur í Eymundsson og fá endurgreiddan mismun.

Áhugi er á því að fá einn fermingardag í viðbót laugardaginn 26. apríl 2014 kl. 11. Óska prestarnir eftir því að þeir sem hafa hug á því láti vita sem fyrst svo hægt sé að taka ákvörðun. Vinsamlegast sendið á klerkur@simnet.is eða í sms 856 1592, eða hringið í 488 1508.