Nú hefur ný vefsíða Landakirku verið tekin í notkun. Nýja síðan er sniðin að þörfum kirkjunnar og þar er að finna upplýsingar um alla þætti starfsins. Síðan er byggð á WordPress vefumsjónarkerfinu og þema sem heitir Avada. Síðan er sérstaklega hönnuð til þess að passa vel í allar gerðir tækja hvort sem um er að ræða borðtölvur, spjaldtölvur eða farsíma.