Sunnudaginn 8. september verður messa kl. 14 og kemur Karl biskup Sigurbjörnsson að prédika. Tilefnið er að þessa helgi er árgangsmót fermingarárgangsins í Skálholti og munu þau taka þátt í messunni. Með Karli verður eiginkona hans frú Kristín Guðjónsdóttir. Eru Eyjamenn hvattir til góðrar þátttöku enda vill Karl biskup hitta sem flesta Eyjamenn þessa helgi og rifja upp merka daga og góð kynni.