Messað verður í Landakirkju á Hvítasunnudag kl. 11:00. Sr. Kristján Björnsson predikar og kór Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács syngur. Kl. 14:00 mun svo hópurinn halda á dvalaheimili aldraðra, Hraunbúðir og vera með helgustund þar.