Kór Landakirkju, organisti og prestur sækja Hvolsvöll heim sunnudaginn 26. maí og því verður ekki guðsþjónusta í Landakirkju þennan dag. Allir eru velkomnir í Stórólfshvolskirkju þar sem heimakórinn tekur á móti okkur og syngur messuna með Eyjamönnum kl. tvö þennan sunnudag. Þessi sunnudagur er þrenningarhátíð, öðru nafni trinitatis, og teljast allir sunnudagar út frá honum út kirkjuárið allt þar til aðventan byrjar. Næsta guðsþjónusta í Landakirkju verður sjómannadaginn 2. júní kl. 13.