Sunnudagurinn verður með hefðbundum hætti þessa helgina. Sunnudagaskóli með söng og gleði hefst kl. 11:00 á sunnudagsmorgun en honum fylgir messan kl. 14:00 með altarisgöngu. Kór Landakirkju mun syngja undir stjórn Kitty Kovács, fermingarbörnin munu lesa ritingarlestra og sr. Kristján Björnsson þjónar. Kl. 20:00 er svo æskulýðsfundur hjá Æskulýðsfélaginu en undirbúningur Landsmóts verður aðal þema fundsins að þessu sinni.

Þessa fallegu mynd sem með fylgir tók Helgi Tórshamar