Sunnudagsguðsþjónustan er miðlægust í öllu starfi safnaðarins. Barnaguðsþjónusta er kl. 11 og messa með altarisgöngu kl. 14. Fermingarbörn aðstoða mikið í báðum messum ásamt barnafræðurum með brúðuleikriti og upplestri úr Heilagri ritningu. Kór Landakirkju syngur en organisti og kórstjóri er Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn Jónsson stýrir barnaguðsþjónustunni og sr. Kristján Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari í messunni eftir hádegi.

Æskulýðsfélag kirkjunnar fundar á sunnudagskvöldinu kl. 20 og opið hús félagsins er í KFUM&K heimilinu fimmtudagskvöldið  kl. 20. Æskulýðsfulltrúi er Gísli Stefánsson.

Tólf spora andlegt ferðalag Vina í bata er mánudag kl. 19.30.

Fermingarfræðsla er þriðjudaga kl. 12.25 og 13.25 og miðvikudaga kl. 14.25.

Kirkjustarf fatlaðra er mánudag kl. 17.

Barnakórinn Litlir lærisveinar æfir á föstudag kl. 13.45, yngri, og 14.30, eldri.

Mömmumorgun/foreldramorgun er fimmtudag kl. 10.

STÁ kirkjustarf 6-8 ára er mánudag kl. 15.30.

NTT kirkjustarf 9-10 ára er miðvikudag kl. 17.

ETT kirkjustarf 11-12 ára er þriðjudag kl. 16.30.

Viðtalstími presta Landakirkju er í Safnaðarheimili alla virka daga kl. 11-12.

Kór Landakirkju æfir fimmtudag kl. 20.