Kyrravika og páskahátíð – páskagleði
Við upphaf kyrruviku voru fyrstu fermingar í Landakirkju á pálmasunnudag og daginn áður. Til hamingju, kæru fermingarbörn. Nú er kyrravika, vikan fyrir páska. Á seinni hluta kyrruviku eru dymbildagarnir: Skírdagur, föstudagurinn langi og hinn helgi laugardagur. Fastan nær hámarki. Landakirkja fylgir þessum hrynjanda með kvöldmessu á skírdagskvöld kl. 20, 2. apríl. Þá er heilög kvöldmáltíð, [...]



















