Landakirkja óskar ykkur gleðilegra jóla og vonast til að allir komist til kirkju um hátíðina. Hér er yfirlit yfir mikið helgihald kirkjunnar næstu daga. Mikið er lagt í tónlistarflutning og koma að því Kór Landakirkju og einleikarar á fiðlu og trompeta undir stjórn organista okkar, sem er Kitty Kovács:

Aðfangadagur jóla, 24. desember:

Helgistund í Kirkjugarði Vestmannaeyja kl. 14.

Aftansöngur með hátíðarsöngvum kl. 18.

Jólaguðsþjónusta á jólanótt með hátíðarsöngvum kl. 23.30.

Jóladagur 25. desember:

Hátíðarguðsþjónusta með hátíðarsöngvum kl. 14. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar leikur jólalög frá kl. 13.30.

Annar dagur jóla 26. desember:

Fjölskylduguðsþjónusta með jólasöng kl. 11.

Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum kl. 14.

Helgistund á Sjúkrahúsinu kl. 14.

Sunnudagur 28. desember:

Jólatrésskemmtun fyrir bæjarbúa í Safnaðarheimilinu kl. 15 í boði Kvenfélags Landakirkju, sóknarnefndar og starfsfólks. Enginn aðgangseyrir.

Gamlársdagur 31. desember:

Aftansöngur með hátíðarsöngvum kl. 18. Organisti Elínborg Sigurgeirsdóttir.

Nýársdagur 1. janúar 2015:

Hátíðarguðsþjónusta með hátíðarsöngvum kl. 14.