Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni og er guðsþjónusta kl. 14 með kirkjukaffi á eftir. Félag eldri borgara kemur með Söngsveitina sína undir stjórn Lalla og syngur alla söngva í guðsþjónustunni. Kvenfélag Landakirkju sýnir sama rausnarskapinn og áður og býður í kirkjukaffi eftir kirkjuna. Boðið verður uppá akstur frá Hraunbúðum til og frá Landakirkju. Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar en eldri borgarar lesa lestra. Það skal tekið fram að Lalli heitir auðvitað Ólafur M. Aðalsteinsson.