Það voru glaðir krakkar og fullorðnir sem tóku á móti Hurðaskelli og Stúf þegar þeir komu óvænt á jólatréskemmtunina í Safnaðarheimilinu. Þegar þeir bræður spurðu krakkana hvað þau hefðu fengið í skóinn neituðu þau því öll að hafa fengið kartöflu, nokkru sinni. Þetta voru bara þæg börn, engin óþæg.