Sunnudagskvöldið 8. mars kl. 20:00 fagnar Landakirkja Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar og mun því blása til tónlistarmessu í tilefni af því. Í þetta skiptið ætla Messuguttarnir, þeir Gísli Stefánsson, Birgir Nielsen, Kristinn Jónsson, Sæþór Vídó og Páll Viðar Kristinsson ásamt Pípulögnunum, þeim Matthíasi Harðarsyni, Guðlaugi Ólafssyni, Ólafi Ágústi Guðlaugssyni, Einari Hallgrími Jakobssyni og Jarli Sigurgeirssyni, að flytja fyrir okkur lög runnin undan rifjum The Blues Brothers. Margir kannast einmitt við kvikmyndina um þá bræður sem kom út árið 1980 og vakti mikla hylli.. Börn og unglingar í æskulýðsstafinu munu lesa ritningarlestra og bænir. Prestur verður sr. Guðmundur Örn Jónsson en í tilefni að æskulýðsdeginum mun Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi predika. Að sjálfssögðu er ekki krafist neins aðgangseyris utan kærleika og gleði, frekar en í öðrum messuathöfnum.