Kvenfélag Landakirkju, prestar, sóknarnefnd og starfsfólk bjóða alla velkomna á jólatrésskemmtun í Safnaðarheimilinu, sunnudaginn 28. des., kl. 15 og það er enginn aðgangseyrir. Heitt súkkulaði og smákökur eru í boði Kvenfélagsins, Gísli Stefáns og Matti Harðar sjá um tónlistina og svo er jafnvel von á undarlegum Sveinkum með eitthvað gott í pokahorninu, Stúf og öðrum til. Dansað verður kringum jólatré og við syngjum hátt og mikið.