Fimmtudaginn 12. mars nk. verður fermingarmót í Landakirkju. Hefst það kl. 9:00 að morgni og líkur með kvöldvöku sem foreldrum er boðið til kl. 17.30. Mótinu er svo slitið um klukkutíma síðar, 18.30. Tilgangur mótsins er að safna saman fermingarhópnum til þess að líta á nokkur að meginatriðum iðkunar kristinnar trúar í samblandi við aðra létta skemmtun. Farið verður í fræðslustundir, horft á uppstand, sungin verða æskulýðslög sem og að hópurinn fær að borða dýrindis bakkelsi með kaffinu og svo flatbökur í kvöldmatinn. Eftir matinn, um kl. 17:30 er svo foreldrum boðið til kvöldvöku og léttrar helgistundar í lok mótsins. Mótsstjórn er í höndum Gísla Stefánssonar og Hreiðars Arnar Zoëga Stefánssonar.