Sunnudagurinn nk. í Landakirkju gefur fyrri sunnudögum ekkert eftir. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00 og æskulýðsfundurinn kl. 20:00 einnig. Hápunktur dagsins er þó messan en þar munu félagar í Gídeón vera mikið áberandi. Munu þeir lesa ritningarlestra ásamt því að Geir Jón Þórisson, formaður félagsins mun prédika í Jesú nafni. Sr. Guðmundur Örn Jónsson þjónar fyrir altari og Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács organista.