Sunnudagurinn hefst sem fyrr á barnaguðsþjónustu kl. 11:00 með söng gleði, sögu og Holy Moly. Stundin er í höndum Gísli og sr. Guðmundar.
Þema messunnar kl. 14:00 er svo sagan af húsbóndanum sem færði þjónum sínum talentur til ávöxtunar á meðan hann fór í ferðalag. Kitty Kovács leiðir Kór Landakirkju í sálmasöngnum og sr. Guðmundur Örn Jónsson þjónar fyrir altari.
Æskulýðsfundurinn er svo á sínum stað en þar mun Gísli fara yfir Æskulýðsmótið Friðrik sem haldið verður helgina 20.-22. febrúar í Vatnaskógi.