Vegna yfirstandandi framkvæmda í Landakirkju verða Guðsþjónustur næsta mánuðinn eða svo í Stafkirkju eða safnaðarheimili. Núna á sunnudaginn, þann 11. janúar, verður messað í Stafkirkjunni en sr. Kristján Björnsson prédikar og Kór Landakirkju sér um sálmasöng. Messan er hluti af dagskrá þrettándahelgarinnar.

Fyrsta barnaguðsþjónusta ársins er svo klukkan 11:00 en hún verður haldin í safnaðarheimilinu. Gengið er inn Skólavegs megin.