Næstkomandi sunnudag verður árleg Vorhátíð Landakirkju haldin hátíðleg. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 12:00 og munu prestar, starfsfólk og sóknarbörn sjá um fjörið. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács, og Gísli Stefáns og Jarl Sigurgeirs munu slá á létta strengi með krökkunum sem syngja sunnudagaskólalögin. Eftir messuna verður kirkjugestum svo boðið í grillaðar pylsur og svaladrykk en mun það góðgæti vera framreitt af sóknarnefnd Landakirkju. Krökkunum verður svo boðið í leiki á kirkjulóð ef veður leyfir en annars inni í safnaðarheimili.