Nk. sunnudag sem er hinn fyrsti í föstu verður með hefðbundu sniði í Landakirkju. Börnin fá sinn tíma kl. 11:00 eins og endranær, fermingabörn sjá um brúðuleikrit, Holy Moly verður á staðnum sem og að tónlistin verður í algleymingi.

Messa er kl. 14:00 en Sr. Guðmundur Örn Jónsson þjónar fyrir altari og Kór Landakirkju sér um sálmasöng undir stjórn Kitty Kovács.

Engin æskulýðsfundur verður um kvöldið þar sem að Æskulýðsfélagið og KFUM&K sækja Vatnaskóg heim um helgina þar verður haldið æskulýðsmótið Friðrik en nafngiftin á rætur að rekja til Sr. Friðriks Friðrikssonar stofnanda hreyfingarinnar.