Fréttir

/Fréttir/

Páskadagskrá Landakirkju 2018

Páskadagskrá Landakirkju 2018 er sem hér segir. Pálmasunnudagur, 25. mars 11.00 Fermingarguðsþjónusta í Landakirkju og sunnudagaskóli í safnaðarheimili. Skírdagur, 29. mars 20.00 Guðsþjónusta á skírdagskvöld í Landakirkju. Altarisganga og afskrýðing altaris. Föstudagurinn langi, 30. mars 11.00 Guðsþjónusta í Landakirkju. Píslarsagan lesin af sóknarbörnum. Páskadagur, 1. apríl 8.00 Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgun Morgunverður í boði sóknarnefndar að [...]

2018-03-23T14:16:38+00:00 22. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Páskadagskrá Landakirkju 2018

Íslensk þýðing Biblíunnar loks fáanleg í smáforriti

Biblían á íslensku er nú aðgengileg öllum íslendingum á alþjóðlegu biblíuappi Youversion. Tilkoma snjalltækja felur í sér mikla samfélagsbreytingu og er stór hluti íslendinga með snjalltæki á sér flestar stundir. Þegar Biblían verður aðgengileg á slíku appi þá þýðir það að meirihluti íslendinga verður með rafrænan aðgang að Biblíunni í vasanum, allar stundir! „Það á [...]

2018-03-22T11:26:29+00:00 22. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Íslensk þýðing Biblíunnar loks fáanleg í smáforriti

Aðalfundur Kvenfélags Landakirkja á sunnudag

Kl. 15:00 á sunnudag, strax að lokinni messu, fer aðalfundur Kvenfélags Landakirkju fram í safnaðarheimli Landakirkju. Er hér um að ræða kjörið tækifæri fyrir konur að ganga í félagið og láta gott af sér leiða fyrir kirkjuna og samfélagið. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

2018-03-01T13:59:02+00:00 1. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Kvenfélags Landakirkja á sunnudag

Alþjóðlegur bænadagur kvenna á föstudag

Árlegur alþjóðlegur bænadagur kvenna fer fram á morgun, föstudag. Konur í Kristi hér í Vestmannaeyjum láta ekki sitt eftir liggja og taka virkan þátt í deginum í ár rétt eins og undanfarin ár. Mun hópurinn hittast kl. 16:30 á föstudag við Safnahúsið að Ráðhúströð og ganga fylgtu liði upp í Landakirkju en þar verður samverustund [...]

2018-03-01T13:54:09+00:00 1. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Alþjóðlegur bænadagur kvenna á föstudag

Frábært fermingarmót sl. föstudag

Sl. föstudag var haldið vel heppnað og skemmtilegt fermingarmót þar sem fermingarbörn vorsins komu saman í söng, leik og fræðslu í Landakirkju. Svona mót er haldið árlega og er markmið þeirra að víkka sýn árgangsins á trúna á Guð föður, gefa þeim tæki til þess að eiga í samskiptum við Hann og kynnast hvert öðru [...]

2018-03-01T13:31:11+00:00 1. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Frábært fermingarmót sl. föstudag

Fermingarmót á föstudag

Fermingarárgangur komandi vors mun koma saman í Landakirkju á sérstöku fermingarnámskeiði föstudaginn 23. febrúar. Er dagskrá frá kl. 9:00 til 19:00 sem samanstendur af fræðslum, góðum mat, leik, söng og gleði. Þau Pétur Ragnhildarson og Ásta Guðrun Guðmundsdóttir koma til með að keyra mótið áfram ásamt Gísla Stefánssyni, sr. Guðmundi Erni Jónssyni og sr. Viðari [...]

2018-02-22T13:35:00+00:00 22. febrúar 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarmót á föstudag

Gídeon Guðsþjónusta á sunnudag

Nk. sunnudag kl. 14:00 verður Gídeon Guðsþjónusta í Landakirkju. Félagar úr Gídeon lesa ritningarlestra, flytja vitnisburð og Geir Jón Þórisson prédikar. Sr. Guðmundur Örn þjónar. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

2018-02-07T19:25:55+00:00 7. febrúar 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Gídeon Guðsþjónusta á sunnudag

Sunnudagaskólinn fer af stað eftir jólafrí

Sunnudaginn nk. 14. janúar fer sunnudagaskólinn aftur af stað eftir jólafrí og það kl. 11:00 eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Sr. Guðmundur Örn leiðir stundina á samt Jarli Sigurgeirs, en þeir félagar lofa miklu fjöri. Sagan og leikritið verða á sínum stað ásamt gömlu góðu barnasálmana í bland við minna flutta en [...]

2018-01-11T17:48:30+00:00 11. janúar 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskólinn fer af stað eftir jólafrí

Stuð í Stafkirkjunni í tilefni þrettánda

Þrettándaguðsþjónusta verður haldin hátíðleg í Stafkirkjunni nk. sunnudag kl. 13:00. Tónlistin verður ekki af verri endanum en mun hið margrómaða Tríó Þóris Ólafssonar leika fyrir Drottinn vorn og kirkjugesti. Tríó Þóris Ólafssonar ættu flestir að þekkja en þeir félagar hafa haldið uppi stemningunni á Sparisjóðs- og Landsbandsbanka dögum á Goslokum undanfarinna ára ásamt því að [...]

2018-01-04T14:07:43+00:00 4. janúar 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Stuð í Stafkirkjunni í tilefni þrettánda

Dagskrá Landakirkju yfir jól og áramót

Dagskrá Landakirkju verður sem hér segir yfir jól og áramót Sunnudagur 24. desember - Aðfangadagur jóla Kl. 14:00 Bænastund í Vestmannaeyjakirkjugarði. Látinna minnst líkt og undanfarin ár. Kl. 18:00 Aftansöngur á aðfangadag í Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Kl. 23:30 Miðnæturmessa á aðfangadagskvöldi í [...]

2017-12-22T12:53:20+00:00 21. desember 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Landakirkju yfir jól og áramót

Helgileikur 5. bekkjar á sunnudag

Glatt verður á hjalla á sunnudagsmorgun í Landakirkja en fjölskyldumessa verður kl. 11:00 þar sem 5. bekkur Grunnskóla Vestmannaeyja flytur helgileikinn um fæðingu Frelsarans. Er það eina Guðsþjónusta dagsins. Helgileikurinn sem hefur verið í umsjón 5. bekkjar undanfarin ár er nauðsynlegur þáttur á aðventunni sem enginn má missa af. Búast má við húsfylli líkt og [...]

2017-12-14T16:55:23+00:00 14. desember 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgileikur 5. bekkjar á sunnudag

Jólatónleikar kórsins í kvöld – miðasala við innganginn

Kór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30 og verður miðasala við innganginn, jafnt á anderi Landakirkju sem og anderi safnaðarheimilisins. Kórstjórn er í höndum organistans Kitty Kovács og fram koma einsöngvararnir Elmar Gilbertsson og Erla Dís Davíðsdóttir. Miðaverði hefur sem áður verið stillt í gott hóf og [...]

2017-12-06T11:53:17+00:00 6. desember 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólatónleikar kórsins í kvöld – miðasala við innganginn

Aðventudagskrá Landakirkju

Líkt og endranær er dagskrá Landakirkju á aðventu sneisafull af skemmtilegum uppákomum. Utan hefðbundinna þátta svo sem helgileikja 5. bekkjar og Kirkjustarfs fatlaðra, helgistunda ogjólatónleika Kórs Landakirkju ætlar söngvarinn og tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi að sækja okkur heim og halda tónleika í Landakirkju. Mun Karlakór Vestmannaeyja troða upp með honum þar. Dagskrá er birt með fyrirvara [...]

2017-11-29T21:49:36+00:00 29. nóvember 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðventudagskrá Landakirkju

Vatnssöfnun fermingarbarna í dag

Frá kl. 18:00 þann 8. nóvember nk. mun fermingarárgangur komandi vors safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu líkt og undanfarin ár í nafni Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarárgangar síðastliðina ára hafa staðið sig einkar vel í söfnuninni og er það ekki síst fyrir það hve vel hefur verið tekið á móti þeim í Vestmannaeyjum. Við hvetjum alla til [...]

2017-11-08T10:24:23+00:00 2. nóvember 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vatnssöfnun fermingarbarna í dag

Litlir lærisveinar, barnakór Landakirkju á föstudögum

Litlir lærisveinar, barnakór Landakirkju er kór fyrir krakka á grunnskólaaldri. Kitty Kovács organisti Landakirkju er kórstjóri og eru æfingar á föstudögum kl. 15:15 - 16:00. Helstu verkefni eru æfingar og félagslíf, söngur í barnaguðsþjónustu og við ýmis tækifæri, bæði í kirkjunni og úti í bæ, t.d. við tendrun jólatrésins á Stakkó svo fátt eitt sé [...]

2017-10-27T11:11:35+00:00 26. október 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Litlir lærisveinar, barnakór Landakirkju á föstudögum

Foreldramorgnar í Landakirkju

Fimmtudagsmorgnarnir í Landakirkju eru helgaðir ungviðum og foreldrum þeirra, en á frá kl. 10:00 til 12:00 geta verðandi foreldrar og foreldra komið með börnin sín og átt saman samfélag í safnaðarheimili Landakirkju. Prestarnir okkar taka þá á móti foreldrum og börnum, bjóða upp á kaffi og opna á umræðuna. Tilvalin vettvangur til að hitta aðra, [...]

2017-10-18T22:50:58+00:00 18. október 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Foreldramorgnar í Landakirkju

Vinir í bara, 12 spora andlegt ferðalag í Landakirkju

Mánudaginn 2. október nk. verður allra síðasti opni fundur í 12 spora starfi Landakirkju, Vinum í bata og hefst hann kl. 18:30. Í þeim tíma verður farið yfir algeng hegðunarmynstur og svo hefst hin eiginlega sporavinna. Stuðst er við bókina; Tólf sporin - andlegt ferðalag, en allar frekari upplýsingar er að finna á www.viniribata.is. Fundir [...]

2017-09-27T20:57:38+00:00 27. september 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vinir í bara, 12 spora andlegt ferðalag í Landakirkju

Krakkaklúbbar Landakirkju komnir á fullt

Miðvikudagar verða fjörugir í Landakirkju þennan veturinn en þá verða starfræktir krakkaklúbbar Landakirkju. Klúbbarnir eru þrír, STÁ (6-8 ára), NTT (9-10 ára) og ETT (11-12ára). Þegar er mikil aðsókn í hópana og mikið fjör. Hóparnir byrja á því að hittast í safnaðarheimilinu og krakkarnir fara svo saman upp í kirkju og eiga þar saman helgistund. [...]

2017-09-22T08:45:30+00:00 22. september 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Krakkaklúbbar Landakirkju komnir á fullt