Fréttir

Home/Fréttir/

12 spora hópastarfið Vinir í bata aftur af stað

Boðið verður upp á 12-spora hópastarf í Landakirkju í vetur. Við köllum okkur Vini í bata og vinnuna köllum við Andlegt ferðalag. Þetta er fyrir alla sem vilja vinna með tilfinningar sínar af einlægni og kynnast sjálfum sér og Guði betur. Kynningarfundur verður mánudaginn 21. september kl. 18:30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Fyrstu þrír fundirnir eru [...]

2020-09-07T10:44:13+00:00 7. september 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við 12 spora hópastarfið Vinir í bata aftur af stað

Sunnudagaskólinn í gang á sunnudag, fyrsti æskulýðsfundurinn og breyttur messutími

Það er létt yfir í Landakirkju þessa dagana en starfið á haustönn hefur göngu sína á sunnudag. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína kl. 11:00 með pompi, prakt, gítarspili, söng og gleði og samfara því færist sunnudagsmessan til kl. 14:00. Fyrsti æskulýðsfundur vetrarins verður á sínum stað undir stjórn Gísla æskulýðsfulltrúa og leiðtoga kl. 20:00 og lofað [...]

2020-09-02T15:15:51+00:00 2. september 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskólinn í gang á sunnudag, fyrsti æskulýðsfundurinn og breyttur messutími

Streymi á útför Höllu Guðmundsdóttur

Útför Höllu Guðmundsdóttur fer fram frá Landakirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 13:00. Hér má finna streymi á útförina og hefst útsetning um kl 12:30. https://youtu.be/rjToMeGMEiY  

2020-08-21T13:40:06+00:00 21. ágúst 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi á útför Höllu Guðmundsdóttur

FriFraVoce með tónleika í Landakirkju

Þýski æskukórinn FriFraVoce heldur tónleika í Landakirkju mánudaginn 20. júlí kl. 17:00 og er aðgangur að tónleikunum frír. Kórinn var stofnaður fyrir ellefu árum og óx upp úr barnakórnum við klausturkirkjuna í Offenbach í Rheinland Pfalz. Kórinn skipa 30 ungmenni á aldrinum 15-25 ára og starfar á vegum prófastdæmisins í Obere Nahe og stjórnandi hans, Roland [...]

2020-07-16T20:54:18+00:00 16. júlí 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við FriFraVoce með tónleika í Landakirkju

Útför Sigurbjörns M. Theodórssonar

Hér má finna streymi á útför Sigurbjörns M. Theodórssonar fer fram frá Landakirkju miðvikudaginn 8. júlí kl. 14:00. Streymið hefst um hálftíma fyrir útför. https://youtu.be/d-aq2HD0uSM  

2020-07-08T09:16:05+00:00 8. júlí 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Útför Sigurbjörns M. Theodórssonar

Streymi af útför Gísla Matthíasar Sigmarssonar

  Útför Gísla Matthíasar Sigmarssonar fer fram frá Landakirkju þriðjudaginn 16. júní kl. 14:00. Hér má sjá beint streymi af útförinni og hefst útsetning í ca 13:30. https://youtu.be/cY69U13vbOw

2020-06-16T12:03:39+00:00 16. júní 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi af útför Gísla Matthíasar Sigmarssonar

Streymi frá útför Grétars Þorgilssonar

Hér er að finna streymi á útför Grétars Þorgilssonar sem fer fram frá Landakirkju föstudaginn 12. júní kl. 14:00. Útsending hefst í kringum 13:30.   https://youtu.be/EKKrA0ROYdI

2020-06-12T09:15:52+00:00 12. júní 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi frá útför Grétars Þorgilssonar

Streymi á útför Ágústs Guðmundssonar (Gústa á Kap)

Hér er að finna streymi á útför Ágústs Guðmundssonar föstudaginn 5. júní kl. 13:00. Streymið fer af stað upp úr 12:30. https://youtu.be/ZUhn-k0us-c

2020-06-05T12:02:25+00:00 5. júní 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi á útför Ágústs Guðmundssonar (Gústa á Kap)

Streymi og sálmaskrá vegna útfarar Viktoríu Ágústu Ágústsdóttur

Útför Viktoríu Ágústu Ágústsdóttur fer fram frá Landakirkju föstudaginn 17. apríl kl 13:00. Vegna samkomubanns verður útförinni streymt beint hér að neðan og birtist gluggi þess efnis í hádeginu sama dag. Hér má finna sálmaskrá útfararinnar https://youtu.be/QnNTgpMUrlE

2020-04-17T11:55:49+00:00 15. apríl 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi og sálmaskrá vegna útfarar Viktoríu Ágústu Ágústsdóttur

Streymi á útför Öldu Björnsdóttur

Útför Öldu Björnsdóttur fer fram frá Landakirkju í dag og hefst hún um 14:20 eða eftir að kistulagningu er lokið. Streymi á útförina má finna hér að neðan. https://youtu.be/pe7x-93S7hw

2020-03-28T13:34:29+00:00 28. mars 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi á útför Öldu Björnsdóttur

Streymi á útför Gunnars í Odda

Hér má sjá streymi á útför Gunnars Ólafssonar sem fer fram í dag kl. 14:00 frá Landakirkju. Streymið hefst um kl. 13:40. https://youtu.be/ZPlumDmE9fM

2020-03-27T14:47:07+00:00 27. mars 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi á útför Gunnars í Odda

Kirkjuklukkur hljóma nú í hádeginu hvern dag

Á dögum samkomubanns leitar kirkjan ýmissa leiða til að koma boðskap sínum til fólksins. Í gær ritaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, samstarfsfólki sínu bréf þar sem hún kynnti verkefni sem nokkrir prestar hafa undirbúið. Það kallast: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Um er að ræða bænastund í kirkjum landsins kl. 12.00 [...]

2020-03-25T15:09:28+00:00 25. mars 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kirkjuklukkur hljóma nú í hádeginu hvern dag

Um starfsemi Landakirkju vegna samkomubanns

Um hádegi í dag var gefin út tilskipun stjórnvalda um samkomubann sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars næstkomandi. Fljótlega sendi biskup Íslands út tilkynningu þess efnis að allt messuhald og vorfermingar falla niður innan Þjóðkirkjunnar. Er sú ákvörðun tekin með almannaheill í húfi eins og segir í tilkynningu biskups. Samkomubann hefur talsverð áhrif [...]

2020-03-13T15:22:03+00:00 13. mars 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Um starfsemi Landakirkju vegna samkomubanns

Fréttatilkynning frá Þjóðkirkjunni vegna COVID-19 veirunnar

Messuhald og fermingar falla niður í vor vegna samkomubanns. Í samhljóðan við ákvörðun stjórnvalda sem kynnt var á upplýsingafundi forsætisráðherra rétt í þessu um samkomubann vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur biskup Íslands sent út eftirfarandi tilkynningu. Allt messuhald og vorfermingar falla niður í Þjóðkirkjunni. Ákvörðunin er tekin með almannaheill í húfi og gildir á meðan [...]

2020-03-13T12:26:15+00:00 13. mars 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fréttatilkynning frá Þjóðkirkjunni vegna COVID-19 veirunnar

Eagles messu frestað – Aðrir dagskrárliðir haldast

Eagles messunni sem átti að vera nk. sunnudag, 15. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna Covid-19 veirunnar.  Þeir sjálfboðaliðar sem taka þátt í starfi kirkjunnar eru okkur gríðarlega mikilvægir og nauðsynlegt að þeir finni til öryggis og vellíðan þegar þeir gefa vinnu sína. Þá er einnig vert að benda á að óþarfi er [...]

2020-03-12T13:45:10+00:00 12. mars 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Eagles messu frestað – Aðrir dagskrárliðir haldast

Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju í fullum gangi

Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju heldur ótrautt áfram í Landakirkju. Æskulýðsfulltrúinn, Gísli Stefánsson hefur verið frá undanfarnar vikur vegna veikinda en nú er allt komið aftur á fullt. Krakkaklúbbarnir hittast á miðvikudögum í safnaðarheimilinu og halda svo í helgistund í Landakirkju þar sem er sungið, leikið leikrit eða sögð saga og farið með bænir. Að því [...]

2020-03-10T14:55:53+00:00 10. mars 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju í fullum gangi

Vegna Coronavírusins – Covid 19

Helgihald og starf í Landakirkju verður með hefðbundnum hætti meðan sóttvarnalæknir gefur ekki út að samkomubann ríki í landinu. Það er mikilvægt að við pössum vel hvert annað, styðjum og hvetjum og hughreystum okkur sjálf og náunga okkar. Hjálpum þeim sem finna fyrir óöryggi og eru óttaslegin varðandi framtíðina.Í ráðleggingum frá Barnaspítala Hringsins segir m.a. [...]

2020-03-07T14:41:41+00:00 7. mars 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vegna Coronavírusins – Covid 19

Barnakór Landakirkju syngur á sunnudag

Barnakór Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács syngur í Guðsþjónustu sunnudagsins, sem hefst kl.14:00 . Sr. Guðmundur Örn leiðir stundina. Vel verður tekið á móti kirkjugestum með spritti og öðru tilheyrandi.  

2020-03-05T11:44:09+00:00 5. mars 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Barnakór Landakirkju syngur á sunnudag

Eagles messan verður 15. mars

Landakirkja í samstarfi við Suðurprófastsdæmi og KFUM & K í Vestmannaeyjum býður Eyjamönnum til Eagles messu sunnudagskvöldið 15. mars nk. kl. 20:00 Messan átti að fara fram 16. febrúar sl. en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfti að fresta henni. Mörg helstu lög sveitarinnar verða flutt í messunni og sr. Guðmundur Örn predikar. Hljómsveitin Hafernir flytur lög [...]

2020-03-03T11:16:22+00:00 3. mars 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Eagles messan verður 15. mars

Gídeon messa á sunnudag – Geir Jón predikar

Félagar í Gídeonfélaginu hér í Vestmannaeyjum munu fara mikinn í messu sunnudagsins í Landakirkju, sem hefst eins og vant er kl. 14:00. Félagarnir munu lesa úr ritningunni og Geir Jón Þórisson mun predika. Kitty Kovács leiðir svo Kór Landakirkju í sálmasöngnum. Prestur verður Sr. Guðmundur Örn Jónsson.

2020-02-27T18:07:24+00:00 27. febrúar 2020|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Gídeon messa á sunnudag – Geir Jón predikar
Go to Top