Fréttir

Home/Fréttir/

„Ég lifi og þér munuð lifa“ – Helgiganga um kirkjugarðinn

Sunnudaginn 23.júní verður minningar- og fræðslumessa í Landakirkju.  Messan hefst í Landakirkju klukkan 11.00, þaðan verður gengið í kirkjugarðinn, þar sem stoppað verður við nokkur leiði og mun Arnar Sigurmundsson fræða okkur svolítið um þá einstaklinga sem þar hvíla.  Reiknað er með að þessari helgigöngu ljúki um klukkan 12. Þessi stund er helguð minningu allra [...]

2019-06-20T14:57:00+00:00 20. júní 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við „Ég lifi og þér munuð lifa“ – Helgiganga um kirkjugarðinn

Uppstigningardagur í Landakirkju

Uppstigningardagur er messudagur eldri borgara í kirkjunni og því fögnum við að sjálfsögðu í Landakirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 30. maí kl. 14:00. Sr. Viðar prédikar og þjónar en söngur er alfarið í höndum sönghóps eldri borgara. Lalli stýrir þeim gleðilega hóp líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Að messu lokinni hefur Kvenfélag Landakirkju boðið [...]

2019-05-29T11:56:04+00:00 29. maí 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Uppstigningardagur í Landakirkju

Batamessa á sunnudag

Á sunnudaginn nk. 26. maí kl. 11.00 verður árlega Batamessa í Landakirkju þar sem félagar í Vinir í bata koma að messunni með dágóðum hætti. Vinir í bata er hópur fólks sem í samstarfi við kirkjuna hafa tileinkað sér 12 sporin sem lífsstíl. Sr. Viðar verður með trúfræðslu og einn vinur í bata verður með [...]

2019-05-23T09:16:28+00:00 23. maí 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Batamessa á sunnudag

Kór Lindaskóla syngur á sunnudag

Í Guðsþjónustu sunnudagsins sem hefst kl. 11:00 fær Landakirkja góða gesti. Barnakór Lindaskóla í Kópavegi kemur fram og syngur í messunni. Stjórnandi þeirra er Jóhanna Halldórsdóttir. Kórinn er í Eyjum á ferðalagi um helgina og vilja forsvarsmenn hans leyfa kirkjugestum að njóta söngs þeirra að því tilefni. Komandi sunnudagur er einnig messudagur Oddfellow-systra hér í [...]

2019-05-10T12:49:34+00:00 10. maí 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kór Lindaskóla syngur á sunnudag

Vorhátíð Landakirkju á sunnudag

Árleg uppskeruhátíð vetrarstarfsins í Landakirkju, Vorhátíðin verður haldin sunnudaginn 5. maí kl. 11:00. Eins og endranær verður mikið um að vera þegar safnaðarstarfið sameinast í eina Guðsþjónustu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács, sunnudagaskólinn verður á sínum stað, Kirkjustarf fatlaðra mætir á staðinn og syngur með messugestum og svo munu góðir gestir úr Kór [...]

2019-04-30T14:55:00+00:00 30. apríl 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vorhátíð Landakirkju á sunnudag

Kór Fella- og Hólakirkju heldur tónleika í Landakirkju

Kór Fella- og Hólakirkju mun halda tónleika í Landakirkju laugardaginn 4. maí kl. 17:00. Kórinn telur að jafnaði 25 manns og stjórnandi kórsins er organisti Fella- og Hólakirkju, Arnhildur Valgarðsdóttir. Tónleikarnir verða allir í léttari kantinum og gleði og kósíheit í fyrirrúmi. Frítt inn. Kórinn mun einnig koma fram á vorhátíð Landakirkju sunnudaginn 5. maí [...]

2019-05-03T12:10:59+00:00 30. apríl 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kór Fella- og Hólakirkju heldur tónleika í Landakirkju

Páskadagskrá Landakirkju

Hér má sjá dagskrá í Landakirkju yfir páskahátíðina. Gleðilega páska!

2019-04-16T14:40:07+00:00 16. apríl 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Páskadagskrá Landakirkju

Fermingar – Vorboðinn í kirkjunni

Sunnudaginn nk. 14. apríl munu 11 fermingarbörn játast frelsara sínum í Guðsþjónustu sem hefst kl. 11:00. Prestarnir okkar, þeir sr. Viðar og sr. Guðmundur Örn munu þjóna fyrir altari og aðstoða hvorn annan við messuhaldið og Kitty Kováks mun leiða Kór Landakirkju í sálmasöngnum. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í fræðslustofu safnaðarheimilisins og eru fermingarmessugestir [...]

2019-04-10T17:43:25+00:00 10. apríl 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingar – Vorboðinn í kirkjunni

Messað við upphaf föstu

Messað er við upphaf föstu á sunnudaginn kemur, 10. mars kl. 14.00. Sr. Viðar Stefánsson leiðir stundina, predikar og þjónar til altaris. Kitty Kovács leiðir svo kórinn í sálmasöngnum af sinni alkunnu snilld. Allir eru hvattir til að koma og hefja föstuna með altarisgöngunni.

2019-03-07T19:42:44+00:00 7. mars 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messað við upphaf föstu

Tölvuleikjamessa á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar

Landakirkja býður til sérstakrar tölvuleikjamessu sunnudagskvöldið 3. mars nk. kl. 20:00. Þemað eins og nafnið gefur til kynna eru tölvuleikir og tölvuleikjatónlist og mun Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja, Sæþór Vídó og Thelma Lind Þórarinsdóttir flytja tónlist úr tölvuleikjum fyrir viðstadda undir stjórn Kitty Kovács organista. Eins og vaninn er mun fulltrúi yngri kynslóðarinnar predika og [...]

2019-02-28T17:14:49+00:00 28. febrúar 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Tölvuleikjamessa á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar

Prjónað í messu á sunnudag í samstarfi við Krabbavörn

Landakirkja í samstarfi við Krabbavörn býður söfnuðinum til prjónamessu á sunnudaginn kemur, 24. febrúar kl. 14.00. Krabbavörn Vestmannaeyjum stendur fyrir átaki þessa dagana þar sem allir er hvattir til að prjóna bleikar tuskur til styrktar félaginu og munu messugestir verða fræddir um það verkefni í messunni, og uppskriftum af tuskunum dreift. Að auki eru allir [...]

2019-02-21T09:26:49+00:00 21. febrúar 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Prjónað í messu á sunnudag í samstarfi við Krabbavörn

Landakirkja minnir á kraftmikið barna- og æskulýðsstarf

Alla miðvikudaga út apríl býður Landakirkja upp á öflugt og kraftmikið barnastarf með krakkaklúbbunum 1T2 (1. og 2. bekkur), 3T4 (3. og 4. bekkur) og TTT (5.-7. bekkur). Fundirnir hefjast á að allir fara upp í kirkju þar sem er sungið og saga sögð og að því loknu er farið í safnaðarheimilið þar sem ýmiskonar [...]

2019-02-19T11:57:49+00:00 19. febrúar 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Landakirkja minnir á kraftmikið barna- og æskulýðsstarf

Gídeon menn messa á sunnudag

Meðlimir í Gídeon félaginu hér í Vestmannaeyjum muna leiða messu komandi sunnudags, þann 17. febrúar. Guðsþjónustan hefst kl. 14:00 og munu Gídeon-menn lesa upp úr ritningunni ásamt því að Geir Jón Þórisson, formaður þeirra félaga mun gnæfa yfir öllu í stólnum og predika. Sr. Guðmundur Örn leiðir stundina og Kitty leiðir kór Landakirkju í sálmasöngnum. [...]

2019-02-14T21:49:53+00:00 14. febrúar 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Gídeon menn messa á sunnudag

Öðruvísi messur á vorönn

Núna á vorönninni bryddum við í Landakirkju upp á meira öðruvísi en gengur og gerist. Árleg Guðsþjónusta Gídeon manna verður á sínum stað sunnudaginn 17. febrúar kl. 14:00 en því til viðbótar verður boðið upp á sérstaka prjónamessu sunnudaginn 24. febrúar kl. 14:00, tölvuleikjamessu sunnudagskvöldið 3. mars og Disco messu sunnudagskvöldið 7. apríl nk. Það [...]

2019-02-07T17:30:04+00:00 7. febrúar 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Öðruvísi messur á vorönn

Aðalsafnaðarfundur á sunnudag

Sunnudaginn 27. janúar 2018 verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Vestmannaeyjakirkjugarðs í safnaðarheimili Landakirkju að lokinni messu, eða um kl. 15.00. Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.

2019-01-24T13:55:29+00:00 24. janúar 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðalsafnaðarfundur á sunnudag

Starfið af stað á nýju ári

Starfið í Landakirkju hefur göngu sína á ný að loknu jólafríi. Æskulýðsfundir hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K hefjast sunnudaginn 6. janúar og krakkaklúbbarnir 1T2, 3T4 og TTT miðvikudaginn 9. janúar. Fyrsti sunnudagaskóli ársins verður á dagskrá sunnudaginn 13. janúar. Kirkjustarf fatlaðara fer svo af stað mánudaginn 14. janúar. Tímasetningar eru sem hér segir. [...]

2019-01-03T17:07:24+00:00 3. janúar 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Starfið af stað á nýju ári

Nokkur orð um dagskrá á aðventu og jólum

Aðventan og jólin verða viðburðaríkur tími í starfi Landakirkju, nú líkt og undanfarin ár. Á sunnudaginn næsta, 16. desember, þriðja sunnudag í aðventu, mun 5. bekkur Grunnskóla Vestmannaeyja flytja Helgileikinn um fæðingu frelsarans í fjölskyldumessu kl. 11:00. Það er gömul og góð hefð að 5. bekkur flytji Helgileikinn og mun sú hefð vonandi viðhaldast um [...]

2018-12-13T12:26:31+00:00 13. desember 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Nokkur orð um dagskrá á aðventu og jólum

Þakkarorð á aðventu; Jóladagatal Landakirkju

Jóladagatal Landakirkju sem hóf göngu sína í byrjun desember hefur vakið mikla eftirtekt og lukku. Einlægni þeirra sem koma þar fram og eru tilbúnir að deila hugsjónum sínum og tilfinningum er ómetanleg fyrir okkar góða söfnuð. Þakklæti á jólum og aðventu er sannalega mikilvægt því erillinn er hvað mest sýnilegur á þessum tíma þegar kapphlaup [...]

2018-12-06T11:43:54+00:00 6. desember 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Þakkarorð á aðventu; Jóladagatal Landakirkju

Jóladagatal Landakirkju hefur göngu sína 1. des

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag birt á facebook síðu Landakirkju, ásamt því að berast um aðra [...]

2018-11-30T13:56:56+00:00 30. nóvember 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jóladagatal Landakirkju hefur göngu sína 1. des

Tryggvi Hjaltason predikar á sunnudag

Sunnudaginn 18.nóvember mun Tryggvi Hjaltason prédika í guðsþjónustu í Landakirkju kl. 14.00. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari. Í prédikun sinni mun Tryggvi deila hluta af niðurstöðum sínum úr löngu ferðalagi þar sem hann spurði sig: “Hver er tilgangur lífsins.” Ferðalag sem hófst með dauða ástvinar. Ferðalag [...]

2018-11-15T18:16:54+00:00 15. nóvember 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Tryggvi Hjaltason predikar á sunnudag