Samfélagið – Blað Vestmannaeyinga í dreifingunni. Blað presta Landakirkju 1973
Þegar eldgosið á Heimaey var í algleymingi á vormánuðum 1973 gáfu þáverandi prestar Landakirkju, þeir sr. Þorsteinn Lúther Jónsson og sr. Karl Sigurbjörnsson, út ritið „Samfélagið - Blað Vestmannaeyinga í dreifingunni.“ Blaðið kom út í apríl 1973, stutt af Brunabótafélagi Ísland og var dreift frítt til Vestmannaeyinga sem höfðu sest að víða á landinu á [...]