Fréttir

/Fréttir/

Aðalsafnaðarfundur á sunnudag

Sunnudaginn 27. janúar 2018 verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Vestmannaeyjakirkjugarðs í safnaðarheimili Landakirkju að lokinni messu, eða um kl. 15.00. Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.

2019-01-24T13:55:29+00:00 24. janúar 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðalsafnaðarfundur á sunnudag

Starfið af stað á nýju ári

Starfið í Landakirkju hefur göngu sína á ný að loknu jólafríi. Æskulýðsfundir hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K hefjast sunnudaginn 6. janúar og krakkaklúbbarnir 1T2, 3T4 og TTT miðvikudaginn 9. janúar. Fyrsti sunnudagaskóli ársins verður á dagskrá sunnudaginn 13. janúar. Kirkjustarf fatlaðara fer svo af stað mánudaginn 14. janúar. Tímasetningar eru sem hér segir. [...]

2019-01-03T17:07:24+00:00 3. janúar 2019|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Starfið af stað á nýju ári

Nokkur orð um dagskrá á aðventu og jólum

Aðventan og jólin verða viðburðaríkur tími í starfi Landakirkju, nú líkt og undanfarin ár. Á sunnudaginn næsta, 16. desember, þriðja sunnudag í aðventu, mun 5. bekkur Grunnskóla Vestmannaeyja flytja Helgileikinn um fæðingu frelsarans í fjölskyldumessu kl. 11:00. Það er gömul og góð hefð að 5. bekkur flytji Helgileikinn og mun sú hefð vonandi viðhaldast um [...]

2018-12-13T12:26:31+00:00 13. desember 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Nokkur orð um dagskrá á aðventu og jólum

Þakkarorð á aðventu; Jóladagatal Landakirkju

Jóladagatal Landakirkju sem hóf göngu sína í byrjun desember hefur vakið mikla eftirtekt og lukku. Einlægni þeirra sem koma þar fram og eru tilbúnir að deila hugsjónum sínum og tilfinningum er ómetanleg fyrir okkar góða söfnuð. Þakklæti á jólum og aðventu er sannalega mikilvægt því erillinn er hvað mest sýnilegur á þessum tíma þegar kapphlaup [...]

2018-12-06T11:43:54+00:00 6. desember 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Þakkarorð á aðventu; Jóladagatal Landakirkju

Jóladagatal Landakirkju hefur göngu sína 1. des

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag birt á facebook síðu Landakirkju, ásamt því að berast um aðra [...]

2018-11-30T13:56:56+00:00 30. nóvember 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jóladagatal Landakirkju hefur göngu sína 1. des

Tryggvi Hjaltason predikar á sunnudag

Sunnudaginn 18.nóvember mun Tryggvi Hjaltason prédika í guðsþjónustu í Landakirkju kl. 14.00. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari. Í prédikun sinni mun Tryggvi deila hluta af niðurstöðum sínum úr löngu ferðalagi þar sem hann spurði sig: “Hver er tilgangur lífsins.” Ferðalag sem hófst með dauða ástvinar. Ferðalag [...]

2018-11-15T18:16:54+00:00 15. nóvember 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Tryggvi Hjaltason predikar á sunnudag

Fermt á sunnudag

Næstkomandi sunnudag, 11. nóvember kl. 14:00 fer fram ferming í Landakirkju. Það verður að teljast óvanalegur viðburður á haustmánuðum í kirkjunni okkar en að sjálfssögðu mjög gleðilegur. Það er hún Arína Bára Angantýsdóttir sem mun játast frelsara vor og óskum við henni og fjölskyldu hennar til hamingju með það

2018-11-08T13:03:26+00:00 8. nóvember 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermt á sunnudag

Látinna minnst í Landakirkju

Næstkomandi sunnudag er Allra heilagra messa en þá er látinna ástvina minnst í kirkjum landsins. Landakirkja er þar engin undantekning og munum við minnast þeirra sem hafa kvatt síðastliðna tólf mánuði í Vestmannaeyjum. Tendruð verða ljós fyrir hvern og einn og munum við biðja fyrir ástvinum okkar og minningum okkar tengdum þeim. Guðsþjónastan hefst [...]

2018-11-01T16:24:03+00:00 1. nóvember 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Látinna minnst í Landakirkju

Barna- og æskulýðsstarfið farið af stað

Barna- og æskulýðsstarfi Landakirkju hófst að nýju eftir sumarfrí með fjölsóttum sunnudagaskóla sl. sunnudag. Á sunnudagskvöld var svo fjölmennur æskulýðsfundur í Landakirkju hjá ÆsLand, Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum og á miðvikudag fóru krakkaklúbbarnir, 1T2 (1.-2. bekkur), 3T4 (3.-4. bekkur) og TTT (10-12 ára) af stað og voru þeir einnig vel sóttir. [...]

2018-09-06T11:35:03+00:00 6. september 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Barna- og æskulýðsstarfið farið af stað

Sunnudagaskólinn fer af stað

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins verður í Landakirkju nk sunnudag, 2. september og á sínum hefðbundna tíma kl. 11:00. Verður allt sett á fullt með söng, sögu og gleði en þeir sr. Guðmundur og Gísli sjá um stundina. Hlökkum til að sjá alla.

2018-08-29T19:56:16+00:00 29. ágúst 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskólinn fer af stað

Samkirkjuleg Guðsþjónusta á goslokum

Samkirkjuleg göngumessa verður á sunnudagsmorgun gosloka kl. 11:00. Messan hefst í Landakirkju með ávarpi presta og forstöðumanna safnaðar og bæn og að því loknu er gengið í gýg Eldfells og helgihaldinu haldið áfram þar. Endað verður í Stafkirkjunni. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og félagar úr Lúðrasveit Vestmanneyja spila. Sóknarnefnd Landakirkju býður þátttakendum [...]

2018-07-05T12:05:20+00:00 5. júlí 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Samkirkjuleg Guðsþjónusta á goslokum

Messudagur Oddfellow systra og batamessa

Sunnudaginn nk. 13. maí er messudagur Oddfellow-systra og sérstök batamessa. Vinir í bata ásamt Oddfellow systrum taka virkan þátt í helgihaldinu en sr. Guðmundur Örn leiðir stundina og verður með trúfræðslu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

2018-05-09T14:34:01+00:00 10. maí 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messudagur Oddfellow systra og batamessa

Eldri borgara messa og kaffi á uppstigningardag

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí nk. kl. 14:00 verður eldri borgara messa í Landakirkju. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Lalla og eins og endranær verður lagaval í poppaðri kantinum. Sr. Viðar leiðir messuna og predikar. Að lokinni messu býður svo Kvenfélag Landakirkju kirkjugestum til veglegs kaffisamsætis

2018-05-05T18:40:26+00:00 7. maí 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Eldri borgara messa og kaffi á uppstigningardag

ÍBV messa á sunnudaginn

Á sunnudaginn 6. maí nk. kl. 11:00 verður sérstök ÍBV messa í Landakirkju. Öllu verður til tjaldað, en hægt verður að berja nýjustu og helstu titla augum sem og að leikmenn úr meistaraflokkum karla og kvenna í handbolta og fótbolta verða á staðnum. Þessa dagana mætast leiktímabil í handbolta of fótbolta en úrslitakeppnin er enn [...]

2018-05-02T21:43:05+00:00 3. maí 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við ÍBV messa á sunnudaginn

Landakirkju gospel á vorhátíð 29. apríl

Vorhátíð Landakirkju verður haldin sunnudaginn 29. apríl nk. Á hátíðinni kennir ýmisa grasa en hún hefst með fjölskyldumessu á sunnudagsmorgun kl. 11:00 þar sem Sunday School Party Band mun leika undir söng kirkjugesta, biblíusagan verður á sínum stað og mikið verður sprellað. Að lokinni messu býður sóknarnefnd kirkjugestum í grillaðar pulsur og með því. Kl. [...]

2018-04-16T12:25:18+00:00 16. apríl 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Landakirkju gospel á vorhátíð 29. apríl

Fermingar halda áfram

Fermingar vorsins halda áfram næstu tvær helgar en allt í allt verða fermd 24 börn fermd í fjórum athöfnum (7 & 8. apríl og 14 & 15 apríl klukkan 11). Prestarnir Guðmundur Örn og Viðar sjá um fermingarnar en tónlistin verður í höndum Kitty og Kórs Landakirkju. Í sunnudagsfermingunum verður sunnudagaskóli á sínum stað í [...]

2018-04-06T12:00:56+00:00 6. apríl 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingar halda áfram

Páskadagskrá Landakirkju 2018

Páskadagskrá Landakirkju 2018 er sem hér segir. Pálmasunnudagur, 25. mars 11.00 Fermingarguðsþjónusta í Landakirkju og sunnudagaskóli í safnaðarheimili. Skírdagur, 29. mars 20.00 Guðsþjónusta á skírdagskvöld í Landakirkju. Altarisganga og afskrýðing altaris. Föstudagurinn langi, 30. mars 11.00 Guðsþjónusta í Landakirkju. Píslarsagan lesin af sóknarbörnum. Páskadagur, 1. apríl 8.00 Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgun Morgunverður í boði sóknarnefndar að [...]

2018-03-23T14:16:38+00:00 22. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Páskadagskrá Landakirkju 2018

Íslensk þýðing Biblíunnar loks fáanleg í smáforriti

Biblían á íslensku er nú aðgengileg öllum íslendingum á alþjóðlegu biblíuappi Youversion. Tilkoma snjalltækja felur í sér mikla samfélagsbreytingu og er stór hluti íslendinga með snjalltæki á sér flestar stundir. Þegar Biblían verður aðgengileg á slíku appi þá þýðir það að meirihluti íslendinga verður með rafrænan aðgang að Biblíunni í vasanum, allar stundir! „Það á [...]

2018-03-22T11:26:29+00:00 22. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Íslensk þýðing Biblíunnar loks fáanleg í smáforriti

Aðalfundur Kvenfélags Landakirkja á sunnudag

Kl. 15:00 á sunnudag, strax að lokinni messu, fer aðalfundur Kvenfélags Landakirkju fram í safnaðarheimli Landakirkju. Er hér um að ræða kjörið tækifæri fyrir konur að ganga í félagið og láta gott af sér leiða fyrir kirkjuna og samfélagið. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

2018-03-01T13:59:02+00:00 1. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Kvenfélags Landakirkja á sunnudag

Alþjóðlegur bænadagur kvenna á föstudag

Árlegur alþjóðlegur bænadagur kvenna fer fram á morgun, föstudag. Konur í Kristi hér í Vestmannaeyjum láta ekki sitt eftir liggja og taka virkan þátt í deginum í ár rétt eins og undanfarin ár. Mun hópurinn hittast kl. 16:30 á föstudag við Safnahúsið að Ráðhúströð og ganga fylgtu liði upp í Landakirkju en þar verður samverustund [...]

2018-03-01T13:54:09+00:00 1. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Alþjóðlegur bænadagur kvenna á föstudag