Miðvikudaginn 6. september nk. hefur Aglow aftur göngu sína, eftir sumarfrí, í betri stofu safnaðarheimilis Landakirkju. Viðburðurinn hefst kl. 19:30 með kaffi og samfélagi og fundurinn sjáfur kl. 20:00, en Aglow konur koma saman alla jafna fyrsta miðvikudag í mánuði.

En hvað er Aglow?

Aglow International er þverkirkjuleg hreyfing kristinna kvenna sem starfar í yfir 170 löndum í sex heimsálfum.

Aglow hreyfingin hefur alþjóðlega hugsjón enda snertir hún líf milljóna manna og kvenna af ólíku þjóðerni í margskonar menningarheimum.

Aglow vinnur að hugsjón sinni með markvissum hætti í gegnum bæn og trúboð, sem eru tveir grundvallarstólpar hreyfingarinnar.

Frekari upplýsingar má finna á aglow.is

Allar konur velkomnar.