Árleg vorhátíð Landakirkju fer fram á sunnudaginn kemur og ætlum við að steypa henni saman við stóra plokkdaginn sem fer einnig fram á sunnudag.
Við hefjum daginn á barnaguðsþjónustu þar sem, Sunday School Part Band stígur á stokk. Að henni lokinni förum við út og plokkum í kringum kirkju og í kirkjugarði. Sóknarnefnd Landakirkju býður í kjölfarið upp á pulsur og prins polo.
Tökum saman á móti vorinu með söng, gleði og hreinni náttúru!