Árið 1998 kom út hljómplata á vegum Landakirkju með lögum Helgu Jónsdóttur í flutningi Litlu lærisveina Landakirkju.

Á plötunni er að finna fjölda laga sem heyrast hafa í sunnudagaskólum landsins í gegnum tíðina og má þar helst nefna Regnbogann sem flestir þekkja.

Nú hefur þessari ágætu plötu verið komið á stafrænt form og er hún aðgengileg á helstu streymisveitum, svo sem Spotify, Apple Music, Tidal, o.fl.

Nú er um að gera að setja í gang fyrir yngstu kynslóðina og þá sem vilja rifja upp þessa fínu plötu sem geymir perlur sem sóma sér vel í katalók eyjalaga og sunnudagaskólalaga.

Hér má finna plötuna á Spotify

https://open.spotify.com/album/4v6oFMKp7c3ydce1nbxaih?si=svGDyZIQQWyvdeh4nEdaAw