Myndir af fyrstu þremur fermingarhópunum
Hér gefur að líta myndir af fyrstu þremur fermingarhópunum í Landakirkju
Hér gefur að líta myndir af fyrstu þremur fermingarhópunum í Landakirkju
Fermingarvorið heldur áfram á Landakirkju um helgina, en 17 fermingabörn fermast þá, 10 á laugardag og 7 á sunnudag. Báðar stundirnar hefjast kl. 11.00 og muni sr. Viðar og sr. Guðmundur leiða stundirnar í sameiningu og þjóna fyrir altari. Kitty Kovács organisti fer fyrir Kór Landakirkju sem leiðir sálmasöng. Þess má geta að síðasti hefðbundni [...]
Alls munu 12 fermingarbörn játast Jesú Kristi nk. laugardag og sunnudag í Landakirkju, átta á laugardeginum og fjögur á sunnudeginum. Þeir sr. Guðmundur Örn Jónsson og sr. Viðar Stefánsson munu ferma og þjóna fyrir altari. Kór Landakirkju mun flytja sálma undir stjórn Kitty Kovács og syngja við útgöngu Ungi vinur; þjóðhátíðarlagið 1966 eftir þá félaga [...]
Dagskrá í Landakirkju í dymbilviku og á páskum er sem hér segir Skírdagur, 13. apríl Kl. 20.00. Kvöldmessa. Sóknarnefndin aðstoðar við afskrýðingu altaris í lok messu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Viðar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Föstudagurinn langi, 14. apríl Kl. 11.00. Guðsþjónusta. Fólk úr söfnuðinum les píslarsöguna í stað [...]
Þau verða 8 talsins, fermingarbörnin sem játast Kristi nk. sunnudag. Þessi duglegi hópur ungmenna er búinn að stunda fermingarfræðsluna af kappi í vetur hjá þeim sr. Guðmundi og sr. Viðari og hefur gengið vel. Þetta verða einmitt fyrstu ungmennin sem sr. Viðar fermir og mun honum án vafa takast verkið vel, en sr. Guðmundur verður honum [...]
Sr. Axel Á. Njarðvík héraðsprestur Suðurprófastsdæmis mun þjóna í Landakirkju, sunnudaginn nk. þann 12. mars kl. 11:00 og 14:00, í fjarveru sr. Guðmundar og sr. Viðars. Eins og glöggir hafa tekið eftir hefur sr. Axel gefið kost á sér sem næsti vígslubiskup í Skálholti. Glöggir hafa einnig orðið varir við að okkar gamli sóknarprestur, sr. [...]
Haldið verður upp á alþjóðlegan bænadaga kvenna hér í Vestmannaeyjum með göngu sem hefst við Ráðhús Vestmannaeyja kl. 17:00 á morgun, föstudag og lýkur með samveru í Landakirkju kl. 18:00. Frekari upplýsingar er að finna hér.
Kvenfélag Landakirkju heldur aðalfund sinni í sal safnaðarheimilis Landakirkju nk. laugardag, þann 18. febrúar kl. 17:30. Stjórnin býður upp á skemmtiatriði fyrir fundargesti í bland við hefðbundin aðalfundarstörf.
Á sunnudag, þann 29. janúar verður aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Vestmannaeyjakirkjugarðs haldinn í safnaðarheimili Landakirkju að lokinni messu eða um kl. 15.00. Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Sunnudagaskólinn hefst með pompi og prakt eftir fínt jólafrí nk. sunnudag þann 8. janúar kl. 11.00. Sr. Guðmundur Örn og Gísli Stefáns keyra fjörið áfram. Bíó, söngur, saga og mikið fjör á boðstólnum. Messa sunnudagsins verður svo kl. 13:00 í Stafkirkjunni. Sr. Guðmundur Örn þjónar og flytur hugvekju. Þrettándalög fá að hljóma í bland við gamla, [...]
Kvenfélag Landakirkju heldur árlegt jólaball sitt í safnaðarheimili Landakirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 17.00. Sunday School Party Band heldur uppi fjörinu og kvenfélagið bíður upp á heitt súkkulaði og með'í í hléi. Ef lukkan er svo með gestum mæta óvæntir gestir á svæðið með poka fulla af góðgæti. Að sjálfsögðu er frítt inn líkt og [...]
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er hér að finna dagskrá Landakirkju yfir jól og áramót. Eins og vanalega er nóg af að taka í helgihaldinu þessi jólin. Á aðfangadag verður bænastund eins og vant er í kirkjugarðinum kl. 14.00 og messur kl. 18.00 og 23.30. Lúðrasveitin mætir svo of flytur jólalög í messunni [...]
Árlegir jólatónleikar Kirkjukór Landakirkju verða nk. miðvikudagskvöld, 14. desember og hefjast kl. 20:00. Dagskráin verður sneisafull af hátíðlegum og hrífandi jólalögum líkt og undanfarin ár en kórinn hefur verið við stífar æfingar fyrir þetta tilefni frá því snemma í haust. Tónleikarnir eru tvískiptir rétt eins og undanfarin ár en dagskráin hefst í sal safnaðarheimilis Landakirkju og [...]
Í dag mánudaginn 12. desember kom upp bilun í símkerfi Landakirkju sem leiddi til þess að símasamband í öll símanúmer kirkjunnar lágu niðri. þar með talið í vaktsíma presta. Sambandi hefur hins vegar verið komið aftur á. Aðventan, eins og flestir gera sér grein fyrir, er annasamur tími hjá prestum og öðru starfsfólki kirkjunnar og því vont [...]
Þriðjudagskvöldið nk. 29. nóvember kl. 20:00 mun Landakirkja í samstarfi við Hafdísi Kristjánsdóttur jógakennara fara af stað með kyrrðarstund undir yfirskriftinni Yoga nidra - Ég er ljós heimsins. Tengdar verða saman æfingar og og vers 12 í 8. kafla Jóhannesarguðspjalls: „Jesús sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri [...]
Sunnudaginn nk. þann 20. nóvember verða þeir sr. Guðmundur Örn Jónsson og sr. Viðar Stefánsson settir formlega í embætti sóknarprests og prests við Vestmannaeyjaprestakall. Prófastur Suðurprófstsdæmis Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir setur þá í embætti samkvæmt venju. Sóknarnefnd Landakirkju býður söfnuðinum til kaffisamsætis að lokinni athöfn.
Sunday School Party Band lét sig ekki vanta í sunnudagaskólann sl. sunnudagsmorgun en sú sveit, sem í þetta skiptið var skipuð Birgi Nielsen, Kristni Jónssyni, Þóri Ólafssyni, Sæþóri Vídó, Jarli Sigurgeirssyni og Gísla Stefánssyni, flutti alla helstu sunnudagaskólaslagarana. Vel var mætt og mikil stemning, sérstaklega þegar talið var í Daníel og Rut þar sem karlpeningurinn [...]
Næstkomandi sunnudagskvöld, 13. nóvember kl. 20.00 verður David Bowie messa í Landakirkju. Eins og í fyrri tónlistarmessum, sem unnar hafa verið í samstarfi við ÆsLand, Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum, verður þematónlist kvöldsins fléttað vandlega saman við lofgjörðina. íÍ þetta skiptið verður tekist á við tónlist David Bowie en Messuguttarnir og brassbandið [...]
Jól í skókassa lauk í Vestmannaeyjum í dag þegar tæplega 200 skókassar sem Vestmannaeyingar höfðu föndrað voru fluttir niður á Flytjanda við Friðarhöfn, en þaðan berast þeir svo á skrifstofur KFUM og KFUK á Íslandi og þaðan til Úkraínu. Eins og fram hefur komið var tekið á móti kössunum í Landakirkju og lögðu fjölmargir, ungir sem [...]
Glæsilegur hópur krakka úr 4. EH í Grunnskóla Vestmannaeyja komu hlaðin skókössum í Landakirkju í morgun. Tilefnið var verkefni KFUM og KFUK á Íslandi, Jól í skókassa en alls komu þau með 16 skókassa fulla af gjöfum sem fátæk og munaðarlaus börn í Úkraínu fá að njóta í tilefni jólanna. Tekið er á móti skókössum í [...]