Dagskrá í Landakirkju í dymbilviku og á páskum er sem hér segir

Skírdagur, 13. apríl

Kl. 20.00.
Kvöldmessa. Sóknarnefndin aðstoðar við afskrýðingu altaris í lok messu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Viðar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Föstudagurinn langi, 14. apríl

Kl. 11.00.
Guðsþjónusta. Fólk úr söfnuðinum les píslarsöguna í stað hefðbundinnar prédikunar. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari.

Páskadagur, 16. apríl

Kl. 08.00.
Hátíðarguðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni er morgunverður í safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar.
Kl. 10.30.
Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Viðara Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari.