Næsta sunnudag, á mæðradeginum, kl. 11.00 verður batamessa í Landakirkju og er hún haldin í samstarfi við Vini í bata sem halda utan um 12 spora starf kirkjunnar.
Vinir í bata koma að messunni með dágóðum hætti og mun vinur í bata flytja vitnisburð um 12 spora starfið. Einnig er þetta messudagur Oddfellow systra og taka þær einnig virkan þátt í messuhaldinu.
Hér er um að ræða öðruvísi messu sem er vel þess virði að mæta í til að upplifa helgihald á nýjan hátt.

Sr. Viðar þjónar fyrir altari og organisti verður Kitty Kovács en hún leiðir Kór Landakirkju í sálmasöngnum.

Allir hjartanlega velkomnir