Þau verða 8 talsins, fermingarbörnin sem játast Kristi nk. sunnudag. Þessi duglegi hópur ungmenna er búinn að stunda fermingarfræðsluna af kappi í vetur hjá þeim sr. Guðmundi og sr. Viðari og hefur gengið vel. Þetta verða einmitt fyrstu ungmennin sem sr. Viðar fermir og mun honum án vafa takast verkið vel, en sr. Guðmundur verður honum til halds og trausts í fermingarmessunni. Messan hefst kl. 11.00 en fermingarmessurnar á vori hverju marka upphaf sumartíma Guðsþjónusta en þær verða á þessum tíma frá og með þessari helgi og út ágúst.

Kitty Kovács, okkar færi organisti og kórstjóri, fer fyrir Kór Landakirkju sem leiðir sálmasönginn.

Eftirfarandi ungmenni fermast á sunnudag

Adam Einar Bjarkason Hólagötu 31
Arna Sirrý Helgadóttir Brekkugötu 11
Díana Svava Birkisdóttir Heiðarvegi 22
Hannes Haraldsson Túngötu 5
Jón Ævar Hólmgeirsson Kirkjubæjarbraut 10
Sigurbjörg Sigurfinnsdóttir Bröttugötu 26
Sindri Þór Friðriksson Hólagötu 30
Veigar Máni Vattnes Sævarsson Hásteinsvegi 8