Í dag mánudaginn 12. desember kom upp bilun í símkerfi Landakirkju sem leiddi til þess að símasamband í öll símanúmer kirkjunnar lágu niðri. þar með talið í vaktsíma presta. Sambandi hefur hins vegar verið komið aftur á.
Aðventan, eins og flestir gera sér grein fyrir, er annasamur tími hjá prestum og öðru starfsfólki kirkjunnar og því vont þegar svona kemur upp á. Beðist er velvirðingar á öllum þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið