Þriðjudagskvöldið nk. 29. nóvember kl. 20:00 mun Landakirkja í samstarfi við Hafdísi Kristjánsdóttur jógakennara fara af stað með kyrrðarstund undir yfirskriftinni Yoga nidra – Ég er ljós heimsins. Tengdar verða saman æfingar og og vers 12 í 8. kafla Jóhannesarguðspjalls: „Jesús sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ Sr. Guðmundur Örn tekur á móti þátttakendum og verður Hafdísi innan handar í stundinni. Að sjálfsögðu er frítt í stundina eins og aðrar stundir í Landakirkju.

Yoga nidra stendur fyrir djúpsvefn og er æfingar því stundaðar liggjandi. Þátttakendur eru leiddir í djúpt slökunarástand, þar sem þeir eru búnir að sleppa takinu af öllum hugsunum, áhyggjum og spennu. Þeir gefa eftir inn í æðri mátt, slaka á, treysta og sleppa takinu. Enginn upplifir yoga nidra eins. Þátttakandi ert leidd/ur inn í sína innri þögn, vakandi. 45 mínútna Yoga nidra jafnast á við 3-4 klst.svefn. Því dýpra sem sokkið er í slökunina, því betri sköpun og einbeitingu fæst á eftir. Yoga Nidra hjálpar til við að ná tökum á svefnröskun, “burnout” einkennum, kvíða, þunglyndi og til að létta á líkamlegum kvillum.
Allir velkomnir, dýnur og teppi á staðnum.