Messudegi aldraðra verður fagnað í Landakirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí með messu í Landakirkju kl. 14.00. Kór eldri borgara í Vestmannaeyjum syngur undir stjórn Lalla.

Rétt er að geta þess að hér er í raun um poppmessu að ræða, og sönghópur félags eldri borgara auðvitað þekktur fyrir kraftmikinn og góðan söng.
Allir hjartanlega velkomnir.