Fréttir

Dagskrá Landakirkju á jólum

Jólin verða með hefðbundnu sniði í Landakirkju utan smávægilegra breytinga um áramót. Dagskráin hefst á aðfangadag með bænastund í kirkjugarðinum kl. 14:00, aftamsöngur er svo kl 18:oo og miðnæturmessa kl. 23:30. Lúðrasveitin blæs svo inn jólin á jóladag í Guðsþjónustu sem hefst kl. 14:00, Lúðrasveitin hefur leik kl. 13.30. Annan í jólum fer Hátíðarguðsþjónusta fram [...]

2022-12-22T16:29:31+00:00 22. desember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Landakirkju á jólum

Helgileikur 6. bekkjar á fjórða í aðventu

Við fögnum fjórða sunnudegi í aðventu í Landakirkju kl. 11:00 en þá mun 6. bekkur flytja okkur Helgileikinn um fæðingu frelsarans. Utanumhald og leikstjórn er í höndum kennara 6. bekkjar og tónlistarstjórn er í höndum Jarls Sigurgeirssonar. Þetta er eina guðsþjónusta dagsins. Næst verður messað á aðfangadag kl. 18:00 eins og endranær.

2022-12-16T15:12:06+00:00 16. desember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgileikur 6. bekkjar á fjórða í aðventu

Jólatónleikar Kórs Landakirkju á miðvikudagskvöld

Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju fara fram miðvikudagskvöldið 14. desember kl. 20:00. Öllu verður til tjaldað en tónleikarnir verða tvískiptir líkt og áður.  Fyrri hlutinn fer fram í safnaðarheimilinu og sá síðari í Landakirkju. Kitty Kovács stýrir kórnum og leikur á píanó og orgel og Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng. Lofað er góðri skemmtun og e.t.v. [...]

2022-12-13T10:42:17+00:00 10. desember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólatónleikar Kórs Landakirkju á miðvikudagskvöld

Styrktarsjóður Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjaðir að taka við umsóknum um aðstoð.  Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum, sem hefur gert það að verkum að þau sem [...]

2022-11-30T11:29:42+00:00 30. nóvember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Styrktarsjóður Landakirkju

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa á sunnudag

Sunnudaginn 20. nóvember er minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Af því tilefni verður Guðsþjónusta dagsins í Landakirkju helguð þessu málefni. Fólk er hvatt til að leiða hugann að fórnfúsu og óeigingjörnu starfi viðbragðsaðila og þeirri ábyrgð sem við öll berum í umferðinni. Beðið verður sérstaklega fyrir fórnarlömbum umferðarslysa og við munum hlusta á frásögn fulltrúa viðbragðsaðila [...]

2022-11-18T10:56:52+00:00 18. nóvember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa á sunnudag

Allra heilagra messa á sunnudag

Næstkomandi sunnudag 6. nóvember er allra heilagra messa. Á þeim degi minnumst við látinna ástvina og því má segja að þetta sé dagur syrgjenda í kirkjunni. Þeir sem misst hafa ástvin á árinu eru sérstaklega velkomnir til messu núna á sunnudag. Nöfn þeirra sem látist hafa frá síðustu allra heilagra messu verða lesin og kveikt [...]

2022-11-03T10:40:52+00:00 3. nóvember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Allra heilagra messa á sunnudag

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í dag

Í dag, miðvikudaginn 2.nóvember, munu fermingarbörn ganga í hús hér í Eyjum kl. 17.00-19.00, og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Krakkarnir hafa fengið fræðslu um hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og fengið að kynnast aðstæðum sem fólkið í Eþíópíu býr við.  Með þessu verkefni erum við minnt á sameiginlega ábyrgð allra á því [...]

2022-11-02T11:30:04+00:00 2. nóvember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í dag

Bleik messa á sunnudaginn

Öll þekkjum við einhverja sem hafa þurft að takast á við krabbamein, ef við höfum ekki sjálf þurft að glíma við það. Sunnudaginn 23.október verður "bleik messa" í Landakirkju kl. 13.00. Félagar úr Krabbavörn í Vestmannaeyjum munu taka virkan þátt í messunni, kynna starfið og segja frá hinum ýmsu hliðum Krabbavarnar ásamt því að við [...]

2022-10-20T19:11:04+00:00 20. október 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Bleik messa á sunnudaginn

Kyrrðarbænanámskeið í Vestmannaeyjum

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á námskeið um Kyrrðarbæn laugardaginn 8. október 2022 kl. 10-15 í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd alveg frá frumkristni. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð. Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem fer fram í [...]

2022-10-06T12:39:05+00:00 6. október 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kyrrðarbænanámskeið í Vestmannaeyjum

Sunnudagaskólinn hefst á sunnudag

Sunnudagaskólinn fer af stað í Landakirkju nk. sunnudag 4. september kl. 11:00 Stundin verður full af söng og gleði og sagan á sínum stað ásamt bænagjörðinni. Messan verður svo á nýjum tíma, kl. 13:00 eins og auglýst var fyrr í vikunni. Við hlökkum til að sjá ykkur

2022-09-02T12:02:42+00:00 2. september 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskólinn hefst á sunnudag

Nýr messutími í vetur – 13:00 í stað 14:00

Í vetur ætlum við að prófa nýjan messutíma sem verður klukkan 13.00 og færist því messan fram um einn klukkutíma. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað klukkan 11.00 á sunnudögum og æskulýðsfélagið kl. 20.00.

2022-08-30T15:05:08+00:00 30. ágúst 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Nýr messutími í vetur – 13:00 í stað 14:00

Níu fermingarbörn fermd á hvítasunnudag

Hvítasunnudagur var haldin hátíðlegur í Landakirkju þegar níu börn voru fermd af þeim sr. Guðmundi Erni og sr. Viðari. Kór Landakirkju söng og stemningin var létt. Starfsfólk Landakirkju óskar fermingarbörnum og foreldrum innilega til hamingju með daginn. Mynd: Sólveig Adólfsdóttir

2022-06-05T14:28:52+00:00 5. júní 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Níu fermingarbörn fermd á hvítasunnudag

Biskup Íslands vísiterar í Vestmannaeyjum um helgina

Næstkomandi helgi mun biskup Íslands, fr. Agnes M. Sigurðardóttir, heimsækja Vestmannaeyjar eða vísitera eins og það er gjarnan kallað. Mun biskup ásamt fylgdarliði eiga fund með prestum og sóknarnefnd Landakirkju auk þess að heimsækja Hraunbúðir. Vísitasían byrjar á laugardag og endar með heimsókn á Hraunbúðir um hádegisbil á sunnudeginum. Í tilefni vísitasíunar munu prestar Landakirkju [...]

2022-05-19T18:10:07+00:00 19. maí 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Biskup Íslands vísiterar í Vestmannaeyjum um helgina

Vorhátið Landakirkju á sunnudag!!!

Árleg uppskeruhátíð vetrarstarfsins í Landakirkju, Vorhátíðin verður haldin sunnudaginn 1. maí kl. 11:00. Eins og endranær verður mikið um að vera þegar safnaðarstarfið sameinast í eina Guðsþjónustu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og sunnudagaskólinn verður á sínum stað þar sem Sunday School Party Band ríður á vaðið Að lokinni Guðsþjónustu mun sóknarnefnd kirkjunnar [...]

2022-04-29T19:07:48+00:00 29. apríl 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vorhátið Landakirkju á sunnudag!!!

Dagskrá Landakirkju á páskum

Það verður mikið um að vera þessa páskana í Landakirkju líkt í hefðbundnu árferði. Hér má sjá dagskrá páskahelgarinnar. Skírdagur 14. apríl kl. 20:00 Altarisganga og afskrýðing altaris Föstudagurinn langi 15. apríl kl. 11:00 Píslasagan lesin Páskadagur 17. apríl kl. 8:00 Hátíðarguðsþjónusta - Kristur upprisinn Boðið til morgunverðar að lokinni athöfn Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum kl. [...]

2022-04-11T16:47:45+00:00 11. apríl 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Landakirkju á páskum

Streymi útfara á nýjum stað

Örlitlar breytingar hafa verið gerðar á aðgengi að streymi útfara á landakirkja.is. Framvegis smella áhorfendur á stóra bláa takkann efst á forsíðu landakirkja.is og eru þá færðir inn á nýja síðu þar sem streymi þess dags er að finna.

2022-04-11T14:49:34+00:00 11. apríl 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi útfara á nýjum stað

Streymi á útför Alfreðs Sveinbjörnssonar

Hér er að finna streymi á útför Alfreðs Sveinbjörnssonar sem fer fram frá Landakirkju laugardaginn 9. apríl kl. 13:00. Útsending hefst u.þ.b. 20 mínútum fyrir athöfn. Hér má finna sálmaskrá athafnarinnar   https://youtu.be/dEBeeSm4eF4

2022-04-08T18:42:20+00:00 8. apríl 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi á útför Alfreðs Sveinbjörnssonar

Streymi á útför Ástu Sigurðardóttur

Hér er að finna streymi á útför Ástu Sigurðardóttur sem fer fram frá Landakirkju laugardaginn 26. mars kl. 13:00. Útsending hefst u.þ.b. 20 mínútum fyrir athöfn. https://youtu.be/lSvRKsW2U14

2022-03-25T17:58:11+00:00 25. mars 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi á útför Ástu Sigurðardóttur

Streymi á útför Guðnýjar Stefaníu Karlsdóttur

Hér er að finna streymi á útför Guðnýjar Stefaníu Karlsdóttur sem fer fram frá Landakirkju laugardaginn 19. mars kl. 13:00. Útsending hefst u.þ.b. 15 mínútum fyrir athöfn https://youtu.be/B9o42KFaTvs

2022-03-19T11:59:07+00:00 19. mars 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi á útför Guðnýjar Stefaníu Karlsdóttur

Streymi á útför Valgeirs Sigurjónssonar

Hér er að finna streymi á útför Valgeirs Sigurjónssonar sem fer fram frá Landakirkju laugardaginn 19. mars kl. 11:00. Útsending hefst u.þ.b. 20 mínútum fyrir athöfn. https://youtu.be/59eeladlxy0

2022-03-19T09:59:58+00:00 19. mars 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymi á útför Valgeirs Sigurjónssonar
Go to Top